Hoppa yfir valmynd

Þúfneyri - vegna áforma um uppbyggingu.

Málsnúmer 2311054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. desember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Úlfari B. Thoroddsen, dags. 19. nóvember. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu spennistöðvar Orkubús Vestfjarða vegna landtengingar fóðurpramma Arnarlax á Þúfneyri, Patreksfirði.
Lagt er til í erindinu að stöðin verði felld snoturlega að landslaginu austarlega á eyrinni við brekkuræturnar við slóðann sem liggur niður á eyrina, jafnframt eigi að gera bílastæði, aðstöðu fyrir sjóbaðsfólk og aðra og endurbyggja vegarslóðann, allt í einni heild. Þetta eigi að vera sameiginlegt viðfangsefni Orkubús, Arnarlax og Vesturbyggðar.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir erindið og áhuga bréfritara á bættu umhverfi Vesturbyggðar. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bréfritara, gaman væri að sjá svæðið byggt upp til útivistar. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að tekið verði upp samtal við Arnarlax og Orkubú Vestfjarða varðandi uppbyggingu á Þúfneyri.




19. desember 2023 – Bæjarráð

Erindi vísað til bæjarráðs frá 112. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Úlfari B. Thoroddsen, dags. 19. nóvember. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu spennistöðvar Orkubús Vestfjarða vegna landtengingar fóðurpramma Arnarlax á Þúfneyri, Patreksfirði. Lagt er til í erindinu að stöðin verði felld snoturlega að landslaginu austarlega á eyrinni við brekkuræturnar við slóðann sem liggur niður á eyrina, jafnframt eigi að gera bílastæði, aðstöðu fyrir sjóbaðsfólk og aðra og endurbyggja vegarslóðann, allt í einni heild. Þetta eigi að vera sameiginlegt viðfangsefni Orkubús, Arnarlax og Vesturbyggðar.
Á 112. fundi skipulags- og umhverfisráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir erindið og áhuga bréfritara á bættu umhverfi Vesturbyggðar. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bréfritara, gaman væri að sjá svæðið byggt upp til útivistar. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að tekið verði upp samtal við Arnarlax og Orkubú Vestfjarða varðandi uppbyggingu á Þúfneyri.

Bæjarráð þakkar bréfritar erindið og tekur undir efni þess. Sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs falið vera í sambandi við Arnarlax og Orkubúi Vestfjarða um samstarf um verkefnið.