Hoppa yfir valmynd

Krossholt iðnaðarhús. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamning.

Málsnúmer 2312011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. desember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Jakobi Pálssyni, dags. 5. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Krossholt - iðnaðarhús, L139837. Núverandi samningur er útrunninn.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun samningsins verði samþykkt. Lóðin skal vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins, u.þ.b. 1100 m2.
13. desember 2023 – Bæjarstjórn

Erindi frá Jakobi Pálssyni, dags. 5. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Krossholt - iðnaðarhús, L139837. Núverandi samningur er útrunninn.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að endurnýjun samningsins verði samþykkt. Lóðin skal vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins, u.þ.b. 1100 m2.

Til máls tóku: Forseti og ÁS.

Bæjarstjórn vísar málinu aftur til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði þar sem tryggja þarf aðgengi að VÞ lóð fyrir innan þar sem ekki áformað að fara í nýja veglagningu að lóðinni.

Samþykkt samhljóða.
11. janúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Á 389. fundi bæjarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Jakobi Pálssyni, dags. 5. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnyjun á lóðarleigusamningi fyrir Krossholt - iðnaðarhús, L139837 þar sem núverandi samningur er útrunninn. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að endurnýjun samnings yrði samþykkt. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði þar sem tryggja þarf aðgengi að VÞ lóð fyrir innan þar sem ekki er áformað að fara í nýja veglagningu að lóðinni.

Byggingarfulltrúi leggur til að höfðu samráði við eigendur fasteignarinnar að sett verði kvöð í lóðarleigusamning um umferðarrétt í gegnum lóðina að lóð L221595. Fyrir liggur samþykki allra eigenda fasteignarinnar Krossholt Iðnaðarhús.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins við alla eigendur hússins verði samþykkt með kvöð um umferðarrétt á lóð L139837 að lóð L221595.

Fallið er frá óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa sem hagsmuna hafa að gæta.