Fundur haldinn í fjarfundi, 6. febrúar 2024 og hófst hann kl. 12:15
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Velferðaþjónusta á Vestfjörðum
Sviðsstjóri fjölskyldusvið kom inná fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins um velferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra fjölskyldusviðs upplýsingagjöfina og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir nánari upplýsingum frá Ísafjarðarbæ.
2. Fiskeldissjóður - auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024
Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 31. janúar sl. þar sem athygli er vakið á því að opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir í Fiskeldissjóð fyrir árið 2024.
Rætt um möguleg verkefni sem hægt er að sækja um fyrir í sjóðinn.
Bæjarstjóra falið að vinna umsóknir til fiskeldissjóðs í samræmi við umræður á fundinum.
3. Urðargata 21a og 21b, sameining byggingarreita og byggingaráform.
Á 114. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar var samþykkt til grenndarkynningar sameining byggingarreita Urðargötu 21a og 21b sem og byggingaráform á lóðinni. Óskað er eftir umsögn bæjarráðs um áformin sem fulltrúa eigenda Urðargötu 23.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.
Bæjarráð gerir hvorki athugasemd við sameiningu byggingarreita Urðargötu 21a og 21b né byggingaráform á lóðinni.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inná fundinn.
4. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar 2024 - 2027.
Lagt er fram svarbréf Vegagerðarinnar, dags. 31. janúar 2024, vegna bókana Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps varðandi fyrirhuguð útboð á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar 2024-2027.
Bæjarráð þakkar Vegagerðinni fyrir svörin og upplýsingarnar, þar sem þær lágu ekki að öllu leyti fyrir þegar bókunin var gerð. Bæjarstjóra falið að funda með Vegagerðinni um vetrarþjónustuna.
5. Viðbygging við Menntaskólann á Ísafirði - gerð samninga
Lagður er fram tölvupóstur frá Sigríði Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 11. janúar sl., þar sem leitað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna á Vestfjörðum um aðkomu að byggingu verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði.
Óskað er eftir sjónarmiðum Vesturbyggðar við beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í stofnkostnaði af byggingu verknámshússins.
Í beiðninni um þátttöku sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að skipting kostnaðar sé miðuð við íbúafjölda hvers sveitarfélags.
Bæjarráð telur að hagsmunir íbúa Vesturbyggðar af þátttöku í byggingu verknámshús þurfi að vera skýrir svo að bæjarráð geti rökstutt þátttöku í verkefninu. Huga þarf að aðgengi nemenda á öllum Vestfjörðum og hvernig skuli að því staðið.
Bæjarráð Vesturbyggðar sér sér því ekki fært að taka þátt í verkefninu eins og það er sett upp.
6. Úttekt á starfssemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa
Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 22. janúar sl. með bréfi varðandi úttekt á starfssemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa.
Vesturbyggð leggur áherslu á að öflugar rannsóknir séu unnar á Vestfjörðum og að sú þekking sem skapast með rannsóknunum verði til staðar á svæðinu til að þær nýtist samfélögunum sem best. Náttúrustofa Vestfjarða hefur skipað lykilhlutverk í rannsóknarstörfum sem unnin eru á Vestfjörðum og teljum við framtíð þeirra mikilvæga fyrir Vestfirði.
Bæjarráð er tilbúið til þess að taka þátt í samtali sem boðað hefur verið til milli ríkis og þeirra sveitarfélaga sem standa að baki náttúrustofa.
Til kynningar
8. Til samráðs - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 22. janúar sl. með ósk um umsögn um reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.
9. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
10. Til samráðs - Reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga við tannlækningar.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 29. janúar sl. með ósk um umsögn um reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði tannlækninga.
11. Til samráðs - Áform um breytingar á lögum um viðurkennignu á faglegri mentun og hæfni (meðalhófsprófun við lögverndun nýrra starfa).
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 26. janúar sl. með ósk um umsögn um áform um breytingar á lögum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi (meðalhófsprófun við lögverndun nýrra starfa).
12. Til samráðs - áform um breytingu á einkaleyfalögum.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 26. janúar sl. með ósk um umsögn um áform um breytingu á einkaleyfalögum.
13. Til samráðs - Frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 26. janúar sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu.
14. Til samráðs - Breyting á reglugerð nr. 550-2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 25. janúar sl. með ósk um umsögn um breytingar á reglugerð nr. 550-2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
15. Auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Lagt er fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 30. janúar sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
16. Breytingar á fjárfestingaráætlun í Þjónustumiðstöð Patreksfjarðar
Kynnt er fyrirhuguð breyting þjónustumiðstöðvar Patreksfjarðar á nýtingu fjármagns í fjárfestingaráætlun. Þannig að í stað lítils rafmagnsbíls verði keyptur fjölplógur og snjóblásari framan á lyftara þjónustumiðstöðvarinnar.
17. Til samráðs- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði og lögum um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits).
Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 01. febrúúar sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði og lögum um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits).
18. Mál nr. 521 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Lagður fram tölvupóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis dags. 1. febrúar sl. með ósk um umsögn um 521. veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45