Hoppa yfir valmynd

Skilaskýrsla undirbúningsstjórnar til sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Málsnúmer 2404002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. apríl 2024 – Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lögð fyrir drög að skilaskýrslu undirbúningsstjórnar til nýs sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Ráðgjafi sveitarfélagsins vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fór yfir drög að skilaskýrslu undirbúningsstjórnar til nýs sameinaðs sveitarfélags. Áfram verður unnið að drögum að skilaskýrslu undirbúningsstjórnar og verður hún lögð fram að nýju á næsta fundi undirbúningsstjórnar.

Undirbúningsstjórn samþykkti sérstaklega tillögu að staðsetningu starfsfólks sem fyrir sameiningu heyrir beint undir sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps í sameiginlegu skipuriti sameinaðs sveitarfélags.




23. apríl 2024 – Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lögð fyrir skilaskýrslu undirbúningsstjórnar til nýs sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Undirbúningsnefnd Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkja skilaskýrsluna.

Haldinn verður fundur með nýkjörnum bæjarfulltrúum 16. maí nk. klukkan 16:00 þar sem undirbúningsstjórn Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar mun fara yfir efni skýrslunnar.




13. maí 2024 – Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Fulltrúar KPMG Róbert Ragnarsson og Lilja Ósk Alexandersdóttir fóru yfir skilaskýrslu undirbúningsstjórnar sem er samantekt til bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem er bæði yfirlit yfir þá vinnu sem búið er að fara í, hver staðan er í dag og forgangsröðun þeirra verkefna sem ný bæjarstjórn þarf að ráðast í.

Umræður um skilaskýrsluna.

Skýrslan verður tekin fyrir á fyrsta bæjarstjórnarfundi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.