Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. apríl 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) formaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) varaformaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) embættismaður
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) embættismaður
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) embættismaður
Fundargerð ritaði
- Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar
Almenn erindi
1. Skilaskýrsla undirbúningsstjórnar til sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar
Lögð fyrir drög að skilaskýrslu undirbúningsstjórnar til nýs sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
Ráðgjafi sveitarfélagsins vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fór yfir drög að skilaskýrslu undirbúningsstjórnar til nýs sameinaðs sveitarfélags. Áfram verður unnið að drögum að skilaskýrslu undirbúningsstjórnar og verður hún lögð fram að nýju á næsta fundi undirbúningsstjórnar.
Undirbúningsstjórn samþykkti sérstaklega tillögu að staðsetningu starfsfólks sem fyrir sameiningu heyrir beint undir sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps í sameiginlegu skipuriti sameinaðs sveitarfélags.
2. Laun kjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi
Umræða um laun kjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi.
Formaður undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur til við undirbúningsstjórn að formaður og varaformaður, ásamt verkefnastjóra, sveitar- og bæjarstjórum komi fram með tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa í nýju sveitarfélagi.
Undirbúningsstjórn samþykkir tilllögu formanns um undirbúning tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa í nýju sveitarfélagi og að tillagan verði lögð fram á fundi undirbúningsstjórnar.
3. Sveitarfélaganúmer nýs sameinaðs sveitarfélags
Rætt um sveitarfélaganúmer nýs sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
Undirbúningsstjórn samþykkir samhljóða að nýtt sameinað sveitarfélag muni bera núverandi sveitarfélaganúmer Tálknafjarðarhrepps 4604.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
Jón Árnason sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Ráðgjafar KPMG Bryndís Gunnlaugsdóttir og Lilja Ósk Alexandersdóttir sátu fundinn einnig í gegnum fjarfundabúnað.