Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. apríl 2024 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) formaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) embættismaður
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) embættismaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Skilaskýrsla undirbúningsstjórnar til sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar
Lögð fyrir skilaskýrslu undirbúningsstjórnar til nýs sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
Undirbúningsnefnd Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkja skilaskýrsluna.
Haldinn verður fundur með nýkjörnum bæjarfulltrúum 16. maí nk. klukkan 16:00 þar sem undirbúningsstjórn Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar mun fara yfir efni skýrslunnar.
2. Laun kjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi
Áframhaldandi umræða um laun kjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélaga. Lögð fram vinnutillaga.
Samþykkt er að leggja tillöguna fyrir nýja bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45
Guðrún Eggertsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Ráðgjafar KPMG Róbert Ragnarsson og Lilja Ósk Alexandersdóttir sátu fundinn einnig í gegnum fjarfundabúnað.