Hoppa yfir valmynd

Laun kjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi

Málsnúmer 2404003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. apríl 2024 – Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Umræða um laun kjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi.

Formaður undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur til við undirbúningsstjórn að formaður og varaformaður, ásamt verkefnastjóra, sveitar- og bæjarstjórum komi fram með tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa í nýju sveitarfélagi.

Undirbúningsstjórn samþykkir tilllögu formanns um undirbúning tillögu að breytingum á launum kjörinna fulltrúa í nýju sveitarfélagi og að tillagan verði lögð fram á fundi undirbúningsstjórnar.




23. apríl 2024 – Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Áframhaldandi umræða um laun kjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélaga. Lögð fram vinnutillaga.

Samþykkt er að leggja tillöguna fyrir nýja bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags.