Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #30

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 31. ágúst 2023 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Hlynur Freyr Halldórsson (HFH) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í þriðju úthlutun ársins 2023. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Sigurjón Páll Hauksson sækir um styrk fyrir hátíðina Blús milli fjalls og fjöru. Sótt er um styrk sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. María Óskarsdóttir sækir um styrk fyrir hönnun og uppsetningu listaverka við höfnina á Patreksfirði. Fyrirhugað er að steinhöggvarinn Henri Patrick Stein vinni listaverkin. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda sækir um styrk fyrir Skjaldbökunni, fræðslu- og barnastarfi hátíðarinnar. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, f.h. undirbúningsnefndar, sækir um styrk fyrir aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Patreksfirði helgina 1.-3. september. Sótt er um 300 þúsund króna styrk auk þess sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar. Bæjarráð vísaði erindi þessu áfram til afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs á 965. fundi sínum þann 18. júlí síðastliðinn.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar í samræmi við reglur sjóðsins.

    Málsnúmer 2301003 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

    Samkvæmt verkferli Vesturbyggðar við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hefur menningar- og ferðamálaráð það hlutverk að rýna og gera tillögu til bæjarráðs um verkefni sem Vesturbyggð sækir um í sjóðinn fyrir. Ráðið notast við matrixu við kortlagningu á mögulegum verkefnum fyrirframgreindum af menningar- og ferðamálafulltrúa. Matsþættir matrixunnar eru byggðir á áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

    Hverju og einu verkefni voru gefin stig skv. matsþáttum matrixunnar. M.t.t. heildarmats ráðsins leggur það til við bæjarráð að sótt verði um fyrir verkefnunum Laugerneslaug, skógræktarsvæðið á Bíldudal og útsýnispallur á Strengfelli, með fyrirvara um samþykki landeigenda og er menningar- og ferðamálafulltrúa falið að leita samþykkis þeirra.

      Málsnúmer 2306039 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Áherslur í menningar- og ferðamálum í fjárhagsáætlun 2024

      Ræddar voru áherslur í menningar- og ferðamálum í fjárhagsáætlun 2024.

        Málsnúmer 2308051

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Mál til kynningar

        4. Ferðaþjónar í Vesturbyggð

        Gunnþórunn Bender kom inn á fundinn og kynnti fyrir ráðinu rekstur á tjaldsvæði Patreksfjarðar sumarið 2023 og móttöku skemmtiferðaskipa.

          Málsnúmer 2306038

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30