Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #30

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 31. ágúst 2023 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Hlynur Freyr Halldórsson (HFH) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í þriðju úthlutun ársins 2023. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Sigurjón Páll Hauksson sækir um styrk fyrir hátíðina Blús milli fjalls og fjöru. Sótt er um styrk sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. María Óskarsdóttir sækir um styrk fyrir hönnun og uppsetningu listaverka við höfnina á Patreksfirði. Fyrirhugað er að steinhöggvarinn Henri Patrick Stein vinni listaverkin. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda sækir um styrk fyrir Skjaldbökunni, fræðslu- og barnastarfi hátíðarinnar. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, f.h. undirbúningsnefndar, sækir um styrk fyrir aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Patreksfirði helgina 1.-3. september. Sótt er um 300 þúsund króna styrk auk þess sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar. Bæjarráð vísaði erindi þessu áfram til afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs á 965. fundi sínum þann 18. júlí síðastliðinn.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk sem nemur leigu á félagsheimili Patreksfjarðar í samræmi við reglur sjóðsins.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Samkvæmt verkferli Vesturbyggðar við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hefur menningar- og ferðamálaráð það hlutverk að rýna og gera tillögu til bæjarráðs um verkefni sem Vesturbyggð sækir um í sjóðinn fyrir. Ráðið notast við matrixu við kortlagningu á mögulegum verkefnum fyrirframgreindum af menningar- og ferðamálafulltrúa. Matsþættir matrixunnar eru byggðir á áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Hverju og einu verkefni voru gefin stig skv. matsþáttum matrixunnar. M.t.t. heildarmats ráðsins leggur það til við bæjarráð að sótt verði um fyrir verkefnunum Laugerneslaug, skógræktarsvæðið á Bíldudal og útsýnispallur á Strengfelli, með fyrirvara um samþykki landeigenda og er menningar- og ferðamálafulltrúa falið að leita samþykkis þeirra.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Áherslur í menningar- og ferðamálum í fjárhagsáætlun 2024

Ræddar voru áherslur í menningar- og ferðamálum í fjárhagsáætlun 2024.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Ferðaþjónar í Vesturbyggð

Gunnþórunn Bender kom inn á fundinn og kynnti fyrir ráðinu rekstur á tjaldsvæði Patreksfjarðar sumarið 2023 og móttöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30