Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. desember 2023 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
Almenn mál
1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023
Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í fjórðu og síðustu úthlutun ársins 2023. Alls bárust þrjár umsóknir.
1. The Pigeon International Film Festival sækir um styrk fyrir þær sýningar hátíðarinnar sem sýndar voru á Patreksfirði í október síðastliðnum. Sótt er um 250 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50 þúsund krónur.
2. Kvenfélagið Framsókn sækir um styrk fyrir aðventukvöldi eldri borgara á Bíldudal. Sótt er um 17.325 króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
3. Birta Ósmann Þórhallsdóttir sækir um styrk fyrir bókmenntaviðburðum á verkstæði Skriðu á Patreksfirði. Áætlað er að fá tvo höfunda til þess að koma og kynna verk sín, lesa upp og spjalla. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
2. Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023
Lögð fyrir ráðið samantekt menningar- og ferðamálafullrúa á rekstri tjaldsvæða Vesturbyggðar sumarið 2023.
3. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023
Mál til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki náðist að boða varamann í hans stað.