Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #31

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. desember 2023 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
 • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
Starfsmenn
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki náðist að boða varamann í hans stað.

Almenn mál

1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í fjórðu og síðustu úthlutun ársins 2023. Alls bárust þrjár umsóknir.

1. The Pigeon International Film Festival sækir um styrk fyrir þær sýningar hátíðarinnar sem sýndar voru á Patreksfirði í október síðastliðnum. Sótt er um 250 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50 þúsund krónur.

2. Kvenfélagið Framsókn sækir um styrk fyrir aðventukvöldi eldri borgara á Bíldudal. Sótt er um 17.325 króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Birta Ósmann Þórhallsdóttir sækir um styrk fyrir bókmenntaviðburðum á verkstæði Skriðu á Patreksfirði. Áætlað er að fá tvo höfunda til þess að koma og kynna verk sín, lesa upp og spjalla. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

  Málsnúmer 2301003 7

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023

  Lögð fyrir ráðið samantekt menningar- og ferðamálafullrúa á rekstri tjaldsvæða Vesturbyggðar sumarið 2023.

   Málsnúmer 2301002 4

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

   Lögð fyrir ráðið umsókn Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023.

    Málsnúmer 2306039 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Tendrun jólatrjáa 2023

    Kynnt fyrir ráðinu tendrun jólatrjáa í Vesturbyggð 2023. Ráðið óskar eftir aðkomu að skipulagningu tendrunarinnar árið 2024 þar sem um menningarviðburð er að ræða.

     Málsnúmer 2310053

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Mál til kynningar

     5. Til samráðs - Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030

     Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 2. nóvember sl. um fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030.

      Málsnúmer 2311012 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00