Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #15

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. október 2015 og hófst hann kl. 09:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Árni Traustason byggingarfulltrúi er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

    Magnús Jónsson og Ása Dóra Finnbogadóttir fjarverandi, Nanna Á Jónsdóttir og Gísli Ægir Ágústsson í þ.st.

    Almenn erindi

    1. Varðar byggingar og rask í landi Lambavatns Rauðasandi

    Lagt fram til kynningar minnisblað byggingarfulltrúa vegna erindis Valtýs og Gunnars Eyjólfssona. Gerðu þeir athugasemdir við byggingarframkvæmdir sem ráðist hefur verið í á jörðinni af ábúanda jarðarinnar sem jafnframt er eigandi að 1/3 hluta Lambavatns Neðra. Lambavatn Efra er alfarið í eigu Tryggva Eyjólfssonar. Framkvæmdir þessar eru án leyfis þeirra bræðra. Ekki er til nákvæmur uppdráttur af landamerkjum jarðanna.

    Skipulags- og umhverfisráð beinir því til eigenda jarðanna Lambavatns Efra og Neðra að koma á hreint landamerkjum milli Lambavatns Efra og Lambavatns Neðra. Varðandi skurðgröft þá er varla tilefni til að vera að gera við hann athugasemdir sérstaklega þegar það er haft í huga að á jörðinni, sem er mjög flatlend, eru skurðir svo hundruðum metra, jafnvel kílómetrum skiptir, og ekki virðast þeir hafa valdið miklum umhverfisspjöllum. Það er algjörlega órökstutt að þessi skurður sé eitthvað meiri umhverfisspjöll en aðrir skurðir á jörðinni. Jafnframt beinir skipulags- og umhverfisráð þeim tilmælum til eigenda jarðarinnar að leita framvegis samþykkis sameigenda fyrir framkvæmdum á jörðinni þar til skorið verði úr landamerkjum.

      Málsnúmer 1509009 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Lambavatn. Umsókn um byggingarleyfi - vélargeymsla og gróðurhús.

      Erindi frá Tryggva Eyjólfssyni, Lambavatni Efra. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og vélargeymslu samtals að stærð 29,5 m2 í landi Lambavatns Efra, landnr. 139901. Um er að ræða endurbyggingu á gróðurhúsi sem fauk s.l. vetur og nýbyggingu á vélargeymslu undir ljósavél. Vélarhúsið og gróðurhúsið eru að stofni stakstæðar byggingar sem þó hafa sameiginlegan gafl sem nemur hálfri breidd þeirra. Erindinu fylgja aðaluppdrættir og afstöðumynd dags. 15.10.2015 unnin af Guðbjarti Á. Ólafssyni.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

        Málsnúmer 1510058

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um lóð undir Ísframleiðslu við Patrekshöfn.

        Erindi frá Ólafi H. Haraldssyni. Í erindinu er sótt um lóð undir fyrirhugaða ísframleiðslu við Patrekshöfn. Erindinu fylgir uppdráttur með óskum um staðsetningu.

        Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og vísar því áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 1510059 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála - Sæból

          Erindi frá Vilborgu K. Jónsdóttur, Bíldudal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir sólskála við Sæból landnr. 140613, Bíldudal. Heildarstærð sólskála er 11,1 m2. Erindinu fylgir grunnmynd, snið, útlits- og afstöðuteikning dags. 5.08.2015 unnin af Kjartani Árnasyni FAÍ.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1509083

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Vegamót. Fyrirspurn vegna viðbyggingar

            Fyrirspurn frá Ingunni H. Hafstað f.h. Tjarnarbrautar ehf, Bíldudal. Óskað er eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs varðandi stækkun og breytingar á verslunar- og veitingahúsinu Vegamótum, Tjarnarbraut 2 Bíldudal. Erindinu fylgja uppdrættir dags. 07.10.2015 unnir af arktika arkitektastofu.

            Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir en leggur áherslu á að jákvæð umsögn minjastofnunar liggi fyrir sem og samþykki aðliggjandi lóðarhafa þar sem fyrirhugað er að byggja út að lóðarmörkum. Byggingarfulltrúa er falið að afla upplýsinga um lóðarmörk umhverfis Tjarnarbraut 2, Dalbraut 1 og Smiðjustíg 1 og 2.

            Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

              Málsnúmer 1510060

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Arnarlax. Umsókn um byggingarleyfi - Innkeyrsluhurðir.

              Erindi frá Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir tveimur innkeyrsluhurðum á suðvesturhlið Strandgötu 1, Bíldudal. Erindinu fylgir útlits- og afstöðumynd unnin af Hugsjón dags. 5.10.2015.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

                Málsnúmer 1510061

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi fyrir gluggaskiptum - Aðalstræti 69

                Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni Hermanni Jónssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á gluggum á suðaustur-hlið hússins að Aðalstræti 69, Patreksfirði. Breytingin felur m.a. í sér að tilteknir gluggar verða minnkaðir og þeim fjölgað, unnið er að því að koma húsinu í upprunalegt horf. Erindinu fylgja uppdrættir af gluggum sem og ljósmyndir frá 1910 er sýna fyrra útlit. Einnig er meðfylgjandi jákvæð umsögn Minjastofnunar vegna breytinganna.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                  Málsnúmer 1509067

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Hafnarbraut 16. Fyrirspurn Bílskúr.

                  Fyrirspurn frá Símoni Bjarnasyni, Bíldudal. Í erindinu er kallað eftir upplýsingum um hvort eitthvað mæli á móti því að bréfritari reisi bílskúr við Hafnarbraut 16, Bíldudal. Erindinu fylgir teikning með fyrirhugaðri staðsetningu bílskúrs.

                  Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðan byggingarreit. Sjálfa umsóknina þarf þó að grenndarkynna þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og lóðarmörk óljós. Byggingarfulltrúa falið að koma lóðarmörkum á hreint.

                    Málsnúmer 1510062

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30