Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #20

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. mars 2016 og hófst hann kl. 16:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir 2.lið.

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggingarleyfi - frístundahús, stækkun.

    Erindi frá Sigríði Karlsdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi til stækkun á frístundahúsi að Heimabæ 2 lóð 3 (Lnr.191199) Hvallátrum, Vesturbyggð. Heildarstækkun nemur 28m2. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Tækniþjónustunni SÁ ehf. dags, 12.02.2016.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu þar sem áformin samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.

      Málsnúmer 1603042

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn - Lager/geymsluhús

      Erindi frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf. Í erindinu er sótt um leyfi til að byggja lager/geymsluhús undir vélar, tæki og annan búnað sem við kemur rekstri þeirra fyrirtækja sem bréfritari er aðili að, beint og óbeint. Í erindinu er þess getið að sú staðsetning sem óskað sé eftir sé á skilgreindu C-hættusvæði skv. reglugerð um hættumat vegan ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats nr. 505/2000 og vitnað í 19.gr sömu reglugerðar en þar segir:

      "Á hættusvæði C er einungis heimilt að reisa ný mannvirki þar sem ekki er búist við stöðugri viðveru fólks til búsetu eða til vinnu, s.s. dælu- og spennistöðvar, línumöstur og önnur sambærileg mannvirki enda skapist ekki frekari hætta gagnvart annarri byggð ef mannvirkið yrði fyrir áraun af völdum ofanflóða..." og gerir bréfritari m.ö.o. ekki ráð fyrir að framangreind reglugerð muni standa í vegi fyrir lóðaúthlutun og/ eða byggingarleyfi.

      Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

        Málsnúmer 1603041 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn - sameining íbúða

        Erindi frá Gunnlaugi B. Jónssyni f.h. Veðramætis ehf. Sótt er um sameiningu tveggja íbúða í eina að Aðalstræti 77A, 450 Patreksfirði.. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Teiknistofu Ginga, dags. 20.feb 2015.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

          Málsnúmer 1603040

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun fjárhúss, Geitagil.

          Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. Kerans Stueland Ólasonar. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á eldra fjárhúsi og þakbreytingum á því til þess að nota sem vélageymslu fyrir Geitagil, Örlygshöfn. Samhliða þessum breytingum verður eldra mjólkurhús rifið. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 10.02.2016.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1603043

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fyrirspurn - Iðnaðarhúsnæði Mikladal.

            Fyrirspurn frá teiknistofu Ginga f.h. Bílaverkstæðisins Smur og Dekk ehf og Aksturs og köfunar ehf. Í fyrirspurninni er óska ðeftir að fá að byggja 480m2 iðnaðar- og verkstæðishús á lóðinni Mikladalsvegi 11, 450 Patreksfirði. Lóðin er skráð 1200m2 en búast má við að þörf verði á stærri lóð vegna óska um 30m athafnasvæði. Erindinu fylgir afstöðumynd unnin af Teiknistofu Ginga, dags. 11.03.2016 sem sýnir ósk um staðsetningu hússins.

            Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

              Málsnúmer 1603044 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Hótel Látrabjarg, endurnýjun gistileyfis.

              Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um endurnýjun gistileyfis fyrir Hótel Látrabjarg ehf., Örlygshöfn kt.580392-2969, dags. 02.03.16. Sótt er um endurnýjun fyrir gististað í flokki V, að hámarki 50 gestir.

              Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun gistileyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

                Málsnúmer 1603012 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Gillagrill ehf., umsögn um rekstrarleyfi.

                Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um veitingastað í flokki II fyrir Gilla Grill ehf., kt.250789-3439, dags. 02.03.16 að Aðalstræti 110. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II.

                Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

                  Málsnúmer 1603011 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Sýslumaðurinn vegna Aðalstræti 62 ehf. breyting á gistileyfi beiðni um umsögn

                  Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um breytingu á gistileyfi í flokki III fyrir Aðalstræti 62 ehf. kt.550313-0220, dags. 07.03.16 að Aðalstræti 62 ehf. Patreksfirði. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki III, að hámarki 36 gestir.

                  Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis, en vekur athygli umsækjenda á því að öryggisúttektin þarf að fara fram áður en jarð- og miðhæð verða tekin í notkun.

                    Málsnúmer 1603017 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Skipulagsstofnun beiðni um umsögn Örlygshafnarvegur, Skápadalur-Patreksfjarðarflugvöllur

                    Vísað er í erindi Skipulagsstofnunar dagsett 11.mars 2016 þar sem tilkynnt er um breytingu á veglínu undir Skersmúla á Örlygshafnarvegi sem stofnunin hafði áður ákvarðað um að ekki þyrfti að fara í mat á umhverfisáhrifum og óskað umsagnar um hvort umrædd breyting á framkvæmdum skuli háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

                    Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar hefur farið yfir framlagða tilkynningu Vegagerðarinnar um breytingar á veglínu.

                    Vegagerðin tilkynnir breytingu á um 1,6 km löngum vegkafla undir Skersmúla í Patreksfirði.

                    Breyting á legu Örlygshafnarvegar, sem hér er lögð fram milli stöðva 10700-12300, felur í sér færslu veglínunnar úr bröttum hlíðum Skersmúla, um 100-150 m til norðurs. Nýr vegur myndi að jafnaði liggja í um 100 m frá núverandi vegi en þar sem fjarlægðin er mest, við stöð 11880, er fjarlægðin um 145 m.
                    Með þessari breytingu lengist framkvæmdakaflinn um tæplega 0,5 km til vesturs.
                    Samkvæmt nýrri legu, víkur veglína út frá núverandi vegi til norðvesturs við stöð 10700 og liggur í mjúkum boga milli núverandi vegar og aflagðrar flugbrautar Patreksfjarðarflugvallar. Veglínan kemur aftur inn á núverandi veg við stöð 12200 og fylgir honum að útboðsenda við stöð 12300, í mynni Sauðlauksdals.
                    Þessi breytingatillaga Vegagerðarinnar hefur minni röskun lands í för með sér í hlíðum Skersmúla en endurbygging núverandi vegar, auk þess sem hún felur í
                    sér verulega bragarbót á hæðar- og planlegu vegarins, og þar með umferðaröryggi. Það hefur einnig jákvæð áhrif á eldsneytiseyðslu og að sama skapi á
                    útblástur gróðurhúsaloftegunda.
                    Þá lækkar vegurinn um 16 m í landi, miðað við hæð núverandi vegar.
                    Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar lýsir aftur ánægju sinni með að komið sé að þessari framkvæmd sem er að mati Vesturbyggðar löngu tímabær. Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ástandi sem hann er í dag, annar núverandi og framtíðar umferð engan veginn. Vegurinn hefur því í för með sér slysahættu og mun þessi aðgerð draga verulega úr henni. Þar sem framkvæmdin mun takmarkast að mestu við núverandi vegstæði þá eru neikvæð áhrif á gróður, dýralíf og menningaminjar hverfandi. Það er því mat Vesturbyggðar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.

                    Vegna nálægðar vegarins við jörðina Hvalsker þá beinir Vesturbyggð þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rykmengun stafi af umferð stórvirkra vinnuvéla í næsta nágrenni við Hvalsker.

                    Að öðru leyti telur skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að framlögð gögn geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.

                      Málsnúmer 1504040 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30