Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #33

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 6. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Fyrirspurn, Iðngarðar hafnarsvæði.

    Tekið fyrir öðru sinni erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Jóns Árnasonar. Skipulags- og umhverfisráð hafnaði erindinu á 22.fundi sínum þann 23.05.2016 á grundvelli þess að nýting svæðisins væri ónæg.

    Nú hefur umsækjandi skilað inn nýrri tillögu með aukinni nýtingu á svæðinu, sótt er um að sameina tvær lóðir á Vatneyri og byggja þar svokallaða Iðngarða. Erindinu fylgir snið og afstöðumynd, unnin af Ginga teiknistofu dags. 8.mars 2017.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en bendir á að nýtingarhlutfall lóðar mætti vera meira og bendir á stækkun í SA inn á svæði merkt bílastæði sem möguleika. Skipulags- og umhverfisráð beinir erindinu áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 1605039 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. SH umsókn um lóð

      Erindi frá Sigurbirni Halldórssyni. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Arnarbakka 5, Bíldudal til byggingar íbúðarhúsnæðis.

      Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.

        Málsnúmer 1704004

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Til kynningar

        3. Græn skref - umhverfisvottun Vestfjarða.

        Lína Björg Tryggvadóttir verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga kom inn á fundinn og kynnti verkefnið Græn skref. Verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi sveitarfélagsins og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum.

        Skipulags- og umhverfisráð þakkar Línu Björg fyrir góða kynningu og leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að þær stofnanir sveitarfélagsins sem ekki eru þáttakendur í álíka verkefnum verði hvattar til að taka þátt í Grænum skrefum í tengslum við verkefnið umhverfisvottaðir Vestfirðir, en grunn- og leikskólar Vesturbyggðar hafa verið þáttakendur í grænfána verkefni Landverndar undanfarin ár sem og hafnir Vesturbyggðar þáttakendur í bláfána verkefni Landverndar. Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að tilnefndur verði ábyrgðaraðili innan sveitarfélagsins til að fylgja verkefninu eftir.

          Málsnúmer 1704013 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40