Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #39

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. september 2017 og hófst hann kl. 16:15

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Salernisaðstaða Brunnum, Látravík.

    Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð. Framkvæmdin felur í sér lagningu rafstrengs á um 800m kafla frá raflínu á fjalli að salernishúsum við Brunna, Látravík.
    Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu lagnar. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í Október 2017 og taki u.þ.b. mánuð í vinnslu. Beðið er umsagnar Minjastofnunar vegna minja sem á svæðinu eru.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.

      Málsnúmer 1704049

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Seftjörn lóð 1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir 7 gámum.

      Tekið fyrir öðru sinni erindi frá Kristínu Ó. Matthíasdóttur. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 7 gámum á landi Seftjarnar lóð 1, landnr 173217. Áætlað er að nýta gámana sem vinnubúðir fyrir starfsfólk í tengslum við bleikjueldi.

      Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu.

        Málsnúmer 1709011 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjárhagsáætlun 2018.

        Til umræðu er fjárhagsáætlun skipulags- og umhverfisráðs fyrir 2018.

        Áherslumál ráðsins eru eftirfarandi:

        Farið verði í frágang og snyrtingar á opnum svæðum og við götur innan þéttbýlis.
        Hugað verði að útivistarsvæðum fyrir almenning.
        Klárað verði að útbúa geymslusvæði fyrir gáma.
        Hugað verði að skipulagningu íbúðabyggðar.
        Haldið verði áfram með nýlagningu gangstétta.
        Haldið verði áfram með umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og bætt verði öryggi gangandi vegfarenda.

          Málsnúmer 1708020 20

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15