Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #41

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Arnarlax umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 Bíldudal

    Erindi tekið fyrir öðru sinni eftir grenndarkynningu. Á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var þann 16.10.17 var skipulagsfulltrúa falið að fá álit hjá Skipulagsstofnun um hvort að grenndarkynning væri næg kynning á verkefninu eða hvort að þörf væri á deiliskipulagi.

    Álit skipulagsstofnunar barst þann 24.október s.l.

    Í ljósi álits skipulagsstofnunar leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að breytingin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út fyrir útskipunarrampi.

    Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að farið verði í endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Bíldudal og hafnarsvæðið útvíkkað meðfram hafnarbraut á Bíldudal.

      Málsnúmer 1704006 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Kattahald í Vesturbyggð.

      Lögð fram tillaga að samþykkt varðandi kattahald í Vesturbyggð í samræmi við breytingartillögur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða samþykkt um kattahald í Vesturbyggð.

        Málsnúmer 1602046 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag hafnarsvæðis Patreksfirði. Ósk um breytingu.

        Erindi frá teiknistofu GINGA f.h. Jóns Árnasonar. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar. Breytingin fellst í því að á lóð þar sem áður voru tveir byggingareitir verður einn reitur og mænisstefna snýr þvert á það sem áður var. Jafnframt er gata sem gert var ráð fyrir lögð niður og í stað hennar verður aðkoma að athafnasvæði norðaustan húss annarsvegar frá Aðalstræti og hinsvegar frá Eyrargötu eins og áður var.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á byggingarreit og lokun vegar að hluta og vísar málinu áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 1711008 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sigtún 17-19. Nýtt þak, bílskúr.

          Erindi frá Vesturbyggð og Þuríði Ölmu Karlsdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir þaki á bílskúr við Sigtún 17-19, Patreksfirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hugsjón dags. 08.11.2017.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1710033

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00