Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag hafnarsvæði Bíldudal

Málsnúmer 1802022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. mars 2018 – Hafnarstjórn

Lagt fram til kynningar deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal. Hafnarstjórn óskar eftir að fulltrúar Arnarlax komi á næsta fund hafnarstjórnar.
15. febrúar 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi Guðmundar V. Magnússonar, dagsett 13. febrúar 2018 um heimild til að fara í deiliskipulagsgerð ásamt því að lögð er fram tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal, Strandgata 1 og nærliggjandi lóðir.

Meðfylgjandi deiliskipulagstillögu eru skýringar- og afstöðumyndir af mögulegum lóðarfrágangi á svæðinu. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2018.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarnadi breytingum, skipulagssvæðið verði minnkað, gerð verði grein fyrir fráflæði, bílastæðum, frágangi og mótsvægisaðgerðum umhverfis á skipulagssvæðinu.
26. apríl 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir deiliskipulag Strandgötu 1 og nærliggjandi lóða eftir auglýsingu. Deiliskipulagið var auglýst frá 5. mars til 16. apríl og bárust tvær athugasemdir við tillöguna.

Tillagan samþykkt með fyrirvara um lagfæringar til samræmis við athugasemdir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Barði Sæmundsson vill láta bóka eftirfarandi: Athafnasvæðið er ekki nægjanlegt utandyra og pláss mjög takmarkað fyrir atvinnustarfsemi í Strandgötu 1 ef götu verður ekki lokað neðan við Strandgötu 1 og breytt í athafnasvæði.
19. júlí 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Strandgötu 1 og nærliggjandi lóðir ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dagsett 22. júní 2018 um afgreiðslu deiliskipulagsins. Einnig liggur fyrir fornleifaskráning af svæðinu unna af Náttúrustofu Vestfjarða.

Í bréfi Skipulagsstofnunar var gerð athugasemd við það að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Gerð var athugasemd við lóðir við Tjarnarbraut og að umsögn Minjastofnar og Heilbrigðiseftirlits liggi ekki fyrir.

Fyrir liggur breytt tillaga þar sem lóðir hafa verið felldar út við Tjarnarbraut, lokun Kirkuvegar er breytt þannig að núverandi ástand er sýnt og bílastæði sem sýnd voru utan skipulagssvæðis ekki lengur sýnd á uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki breytta deiliskipulagstillögu þar sem komið hefur verið til móts við inn komnar umsagnir. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulags- og umhverfisráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að gengið verði í heildarfornleifaskráningu í þéttbýli Vesturbyggðar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar.