Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #48

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. júní 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Guðmundur V. Magnússon (GVM) aðalmaður
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag - Hvesta Arnarfirði

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir landspildu úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði.
Uppdráttur og greinargerð dagsett 24. maí 2018, unnið af Landform ehf.
Deiliskipulagið nær til um 4ha spildu úr landi Fremri-Hvestu í Vesturbyggð. Landnúmer er 140442 og er svæðið rétt utan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft. Eigandi lands stefnir að því að reisa frístundahús á lóðinni. Engin mannvirki eru fyrir á landinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 1708013 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna strengfærslu, Bíldudal.

    Tekið fyrir erindi Orkubús Vestfjarða um strenglagnir, háspennu og lágspennu í kringum Strandgötu 1. Í leiðinni er sótt um strenglögn upp Brekkustíg og alla leið í aðveitustöðina í Búðargili.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki sóknarnefndar og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið, sem og ítarlegri uppdráttum af framkvæmdinni.

      Málsnúmer 1806002

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Umsókn um stækkun lóðar við Arnarholt, Barðaströnd.

      Tekin fyrir umsókn Óðins G. Gunnarssonar. Í umsókninni er sótt um stækkun lóðar við Arnarholt á Krossholtum, 451 Vesturbyggð. Sótt er um 900m2 stækkun lóðar til vesturs, stækkunina á að nota til uppgræðslu og trjáræktar.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stækkunin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu.

        Málsnúmer 1806001 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38