Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #49

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. júlí 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
 • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
 • Véný Guðmundsdóttir (VG) varamaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson Byggingarfulltrúi.

Almenn erindi

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara. Skipulags- og umhverfisráð

Barði Sæmundsson setti fund sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Kosning formanns, varaformanns og ritara - Skipulags- og umhverfisráðs. Gerð er tillaga um Friðbjörgu Matthíasdóttir sem formann, Jóhann Pétur Ágústsson sem varaformann og Jón Garðar Jörundsson sem ritara.

Samþykkt samhljóða.

  Málsnúmer 1807042

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Flókalundur - Deiliskipulag

  Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu deiliskipulag Flókalundar. Deiliskipulagið var auglýst frá 22. maí til 2. Júlí 2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Fyrir liggja einnig umsagnir frá Minjastofnun, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Vegagerðinni, Ríkiseignum, Orkustofnun, Breiðafjarðarnefnd, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og N1.

  Lögð voru fram á fundi samantekt skipulagsfulltrúa yfir umsagnir og viðbrögð við þeim ásamt lagfærðum deiliskipulagögnum frá skipulagsráðgjafa þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna og gögn lagfærð m.t.t. þeirra.

  Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki breytta deiliskipulagstillögu þar sem komið hefur verið til móts við inn komnar umsagnir. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

   Málsnúmer 1705048 5

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Deiliskipulag hafnarsvæði Bíldudal

   Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Strandgötu 1 og nærliggjandi lóðir ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dagsett 22. júní 2018 um afgreiðslu deiliskipulagsins. Einnig liggur fyrir fornleifaskráning af svæðinu unna af Náttúrustofu Vestfjarða.

   Í bréfi Skipulagsstofnunar var gerð athugasemd við það að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
   Gerð var athugasemd við lóðir við Tjarnarbraut og að umsögn Minjastofnar og Heilbrigðiseftirlits liggi ekki fyrir.

   Fyrir liggur breytt tillaga þar sem lóðir hafa verið felldar út við Tjarnarbraut, lokun Kirkuvegar er breytt þannig að núverandi ástand er sýnt og bílastæði sem sýnd voru utan skipulagssvæðis ekki lengur sýnd á uppdrætti.

   Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki breytta deiliskipulagstillögu þar sem komið hefur verið til móts við inn komnar umsagnir. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

   Skipulags- og umhverfisráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að gengið verði í heildarfornleifaskráningu í þéttbýli Vesturbyggðar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar.

    Málsnúmer 1802022 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Umsagnarbeiðni, Vestfjarðavegur(60) Hörgsnes - Borg og Bíldudalsvegur(63) Hvassnes - Helluskað

    Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 10 gr. í reglugerð 660/2015. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til að núllkostur verði skoðaður frá núverandi veglínu frá Flókalundi upp að sneiðingi í Penningsdal, en tillögurnar 3 sem settar eru fram miða við það að færa veglínu út fyrir Pennuá.

    Skipulags- og umhverfisráð vill benda á augljós samfélagsleg áhrif framkvæmdanna vegna aukinna þungaflutninga vegna fiskeldis og mikilvægi vegarins vegna aukinnar ferðaþjónustu. Ferðamáti og flutningur allur verður hagkvæmari og öruggari á betri vegum enda er sá vegur sem nú er, illfær jafnt að sumri sem vetri og lokast oft. Skipulags- og umhverfisráð leggur þunga áherslu á að vegabótum á svæðinu ljúki sem allra fyrst þar sem vegabætur hafa mikil áhrif á uppbyggingu samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum.

     Málsnúmer 1807034 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Strenglögn frá Brjánslæk að Þverá.

     Erindi frá Birgi E. Birgissyni f.h. Orkubús Vestfjarða. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar háspennustrengs frá Brjánslæk að Þverá á Barðaströnd.

     Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgdi samþykki Vegagerðar og Umhverfisstofnunar. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið.

      Málsnúmer 1807033

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Umsókn um byggingarleyfi

      Erindi frá Friðriki Ólafssyni f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúsi, klæddu dúk, að Hafnarteig 4. Byggingin er ætluð sem hráefnisgeymsla sem og veðurskýli yfir búnað.
      Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Friðrik Ólafssyni, dags. 30.04.2018.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.

       Málsnúmer 1807035

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Umsókn um byggingarleyfi, kælibúnt við vararafstöð á Patreksfirði.

       Erindi frá Sveini D.K Lyngmo f.h. Orkubús Vestfjarða. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir kælibúnti við SV hlið húss Orkubús Vestfjarða við Eyrargötu, 450 Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af tækniþjónustu Vestfjarða, dags. 10.07.2018.

       Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

        Málsnúmer 1807032

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Umsókn um byggingarleyfi - breytt útlit.

        Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

        Erindi frá Tjarnarbraut ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir nýrri útgönguhurð á NV-hlið hússins að Tjarnarbraut 2, 465 Bíldudal.Umsókninni fylgja aðaluppdrættir unnir af ARKTIKA arkitektum, dags. 13.07.2018.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

         Málsnúmer 1807044

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Umsókn um leyfi til breytinga á lóð, bílastæði o.fl.

         Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um leyfi til gerð nýs bílastæðis ofan Hafnarbrautar 2, og frágangi á lóðum Strandgötu 1A og Hafnarbrautar 2, 465 Bíldudal.

         Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin með þeim fyrirvara að bílastæðum verði fjölgað um til NA.

          Málsnúmer 1807045

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Umsagnarbeiðni, Neðri-Rauðsdalur

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 29.júní sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II fyrir allt að 12 manns í Neðri-Rauðsdal, matshl.13.

          Skipulags- og umhverfisráð veitir jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.

           Málsnúmer 1807012

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Umsagnarbeiðni, rekstrarleyfi Verbúðin við Eyrargötu.

           Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 18.maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í fl. II í Verbúðinni, Patrekshöfn.

           Skipulags- og umhverfisráð veitir jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.

            Málsnúmer 1806017

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum. Umsagnarbeiðni, gistileyfi stekkaból.

            Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 15.maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II að Stekkum 14 og 21, Patreksfirði.

            Skipulags- og umhverfisráð veitir jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.

             Málsnúmer 1807043

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:57