Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #56

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. febrúar 2019 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varamaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Skilti - Vatnsfjörður - friðland - ósk um leyfi til uppsetningar

Erindi frá Umhverfisstofnun. Í erindinu er óskað eftir leyfi Vesturbyggðar til uppsetningar á upplýsinga- og fræðsluskiltum um friðlandið í Vatnsfirði. Ráðgert er að skiltin rísi sumarið 2019 við hótel Flókalund en hótelið og nágrenni þess er sá staður innan friðlands hvar flestir ferðamenn hafa viðdvöl eða stoppa. Ráðgert er að skiltið verði á fjórum plötum og verða hönnuð í samræmi við handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

    Málsnúmer 1901030

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.

    Lagt fram til kynningar fyrirhugaðar veglínur Vestfjarðavegar um Vatnsfjörð.

      Málsnúmer 1812019 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Samstarf 2018 - Veraldarvinir

      Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs á 860. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 9. janúar s.l. Í erindinu óska veraldarvinir eftir samstarfi á árinu 2019. Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og nálgast markmið sín með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og frjáls félagasamtök.

      Með vísan í bókun menningar- og ferðamálaráðs frá 3. fundi ráðsins þann 12. febrúar s.l.telur skipulags- og umhverfisráð að ekki sé þörf á frekari aðstoð að svo stöddu.

        Málsnúmer 1812006 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Auðshaugur. Umsókn um stofnun lóðar.

        Erindi frá Valgerði Ingvadóttur og Bjarna S. Kristjánssyni. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Auðshaugs, Barðaströnd (landeignarnr. 139779). Nýstofnuð lóð skal bera heitið Auðnar og er að stærð 5.041 m2.

        Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

          Málsnúmer 1902044 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Auðnar. Umsókn um byggingarleyfi

          Erindi frá Símoni Kr. Þorkelssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 111,6 m2 íbúðarhúsi í landi Auðshaugs. Erindinu fylgir samþykki landeigenda og aðaluppdrættir dags. 5. febrúar 2019 unnir af Víðsjá Verkfræðistofu.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.

            Málsnúmer 1902043

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            6. Umsagnarbeiðni um aukna framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði um 14.500 tonn - Skipulagsstofnun

            Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni um aukna framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði um 14.500 tonn.

              Málsnúmer 1902007 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05