Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #57

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. mars 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) formaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri

Barði Sæmundsson boðaði forföll.
Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi sat fundinn í síma.

Almenn erindi

1. Hvestuvirkjun. Ósk um breytingu á deilskipulagi.

Tekin fyrir eftir auglýsingu, breyting á deiliskipulagi, Hvestuvirkjun, Fremri Hvesta við Arnarfjörð. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Umsagnir liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun og höfðu þær ekki efnisleg áhrif á tillöguna. Umhverfisstofnun hefur ekki sent umsögn þrátt fyrir ítrekanir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulag dagsett, 10. október 2018 og breytt 8. janúar 2019. Málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð vill ennfremur ítreka bókun sem gerð var á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs á að framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

    Málsnúmer 1903117 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Járnhóll 14 - umsókn um byggingaráform steypustöð.

    Erindi frá Jóni Bjarnasyni f.h. Lás ehf, Bíldudal. Í erindinu eru kynnt gögn vegna byggingaráforma við Járnhól 14, Bíldudal. Fyrirhugað er að reisa um 550m2 stálgrindarhús sem ætlað er að hýsa steypustöð og verkstæði. Á afstöðumynd er merkt aðkoma frá þjóðvegi 63 að lóðinni sem ekki er skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráformin en getur ekki tekið undir áform um vegtengingu við Bíldudalsveg, þar sem hún getur skert framtíðarnýtingu svæðisins til austurs en hugmyndir eru að fleiri lóðum á því svæði. Forstöðumanni tæknideildar falið að ræða við framkvæmdaraðila um úrlausnir.

      Málsnúmer 1903389

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:56