Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #69

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Lilja Sigurðardóttir Silva (LSS) embættismaður
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Friðbjörg Matthíasdóttir voru viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Arnórsstaðir - umsókn um byggingarleyfi.

Erindi frá Ísak Janssyni, dags. 16.01.2020. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Arnórsstöðum, 451 Vesturbyggð. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Tækniþjónustunni ehf, dags. 15. desember 2019.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

    Málsnúmer 2001022

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fremri Hvesta - Skógræktaráform

    Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 21.01.2020 þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Fremri-Hvestu.

    Skipulags- og umhverfisráð telur að tilkynningin gefi greinargóða lýsingu á framkvæmdinni, áhrifum hennar á umhverfi, mótvægisaðgerðum og vöktun. Gerð hefur verið skráning fornminja á svæðinu og mun framkvæmdin ekki hafa áhrif á þær. Skipulags- og umhverfisráð er sammála því sem fram kemur í tilkynningunni að hún rýri ekki þau verndarákvæði sem gilda um svæðið og sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gefin verði jákvæð umsögn um skógrækt í í landi Fremri-Hvestu.

      Málsnúmer 1903107 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Auðshaugur. Umsókn um stöðuleyfi.

      Erindi frá Breka Bjarnasyni, dags. 21.01.2020. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi til geymslu á stöðuhýsi fram til vors 2020 á Auðshaugi.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.

        Málsnúmer 2001046

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Kollsvík, Sjóvörn. Umsókn um framkvæmdaleyfi

        Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dagsett 30. janúar 2020 um sjóvarnir í Kollsvík.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir jákvæð umsögn Minjavarðar. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar og sé til þess fallin að vernda mikilvægar minjar sem eru á svæðinu.

          Málsnúmer 1903139 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Aðalstræti 105 - Lóð.

          Erindi frá Vesturbyggð, dags. 28.01.2020. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings og minnkun lóðar við Aðalstræti 105, Patreksfirði. Erindinu fylgir tillaga að breyttri stærð lóðar.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði endurnýjun lóðarleigusamnings og breytt stærð lóðar.

            Málsnúmer 1911098 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Framkvæmdaleyfi. Ofanflóðavarnir Urðir, Hólar og Mýrar, Patreksfirði

            Erindi frá Vesturbyggð, dags. 11.02.2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir ofanflóðavörnum við Urðir, Hóla og Mýrar á Patreksfirði. Um er að ræða tvo varnargarða sem staðsettir eru í hlíðinni ofan við byggðina á Patreksfirði. Annarsvegar er leiðigarður, sem ætlað er að leiða flóð framhjá byggð vestan til í bænum, ofan Hóla og Mýra, Mýrargarður og hinsvegar þvergarður með leiðigarðshluta sem staðsettur er ofan Urðargötu og Aðalstrætis, Urðargarður, og tengist núverandi garði ofan við grunnskólann sem ætlað er að stöðva snjóflóð áður en þau ná að byggðinni. Verkið á að vinna á tímabilinu 2020-2023.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um framkvæmdina frá 29. október 2018 og framkvæmdin er einnig í samræmi við samþykkt deiliskipulag fyrir ofanflóðavarnargarða ofan Urða og Mýra og byggðar neðan þeirra sem staðfest var í b-deild stjórnartíðinda 12. nóvember 2019.

              Málsnúmer 2002093 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Fyrirspurn. Mögulegt urðunarsvæði.

              Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf, dags. 08.02.2020. Í erindinu er óskað eftir samþykki Vesturbyggðar fyrir því að nýta gamalt efnistökusvæði ofan við Völuvöll, Bíldudal til urðunar á afgangsefnum frá vinnslu félagsins á Bíldudal, um er að ræða sand og möl(75% sé sandur eða grófkornóttara) og kalkþörungaduft sem seglast frá í framleiðslu sökum hás basaltinnihalds. Það hefur verið geymt í stórsekkjum í nokkur ár utan við verksmiðju félagsins á Bíldudal og hefur hlaupið í kekki og nýtist því lítt eða ekki í áburðarframleiðslu. Einungis er verið að óska eftir urðunarsvæði fyrir náttúruleg efni. Ekki eru nein viðbótarefni, efnafræðileg efni (e. chemicals) eða eiturefni í þessu. Þetta kemur úr náttúrunni, eru náttúruleg óvirk efni.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti, ráðið bendir einnig á að landmótunin er framkvæmdaleyfisskyld og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

                Málsnúmer 2002091 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Strandgata 1, umsókn um stöðuleyfi.

                Erindi frá Arnarlax, dags. 26.01.2020. Í erindinu er óskað eftir stöðuleyfi fyrir 20 ft verkstæðisgám, ofan við innkeyrsluramp við Strandgötu 1A á Bíldudal.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis í 12 mánuði fyrir gámnum, gámurinn skal vera snyrtilegur og falla að umhverfi. Skipulags- og umhverfisráð hvetur umsækjanda til að huga að varanlegri lausn á gildistíma stöðuleyfisins.

                  Málsnúmer 2001034

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Hvammur. Umsókn um stofnun lóðar.

                  Erindi frá Valgeir J. Davíðssyni og Ólöfu Maríu Samúelsdóttur, dags. 12.02.2020. Í erindinu er óskað eftir stofnun 1,0ha lóðar úr landi Hvamms, Barðaströnd, L139820 í Vesturbyggð. Erindinu fylgir mæliblað sem og umsókn.

                  Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

                    Málsnúmer 2002098 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.

                    Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 27. desember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðarvegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63).
                    Á 889. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar var lögð fram samantekt úr frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Kynningarfundir um skýrsluna fóru fram í Baldurshaga á Bíldudal 5. febrúar sl.

                    Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar telur frummatsskýrslu vegna vegagerðar þ.e. Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að haft verði samráð við hagsmunaaðila vegna endanlegs leiðarvals í Vatnsfirði.

                      Málsnúmer 1903137 4

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00