Fundur haldinn í fjarfundi, 13. september 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Kristján Finnbogason (KF) varamaður
- Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Hafnarbraut 8, umsókn um samþykki byggingaráforma.
Erindi frá Guðlax dags. 31.08.2021. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir byggingaráformum vegna 130m2 skemmu/bílskúr á lóðinni að Hafnarbraut 8, Bíldudal. Á lóðinni er fyrir 102m2 einbýlishús. Skemman verður nýtt sem bátageymsla og 35m2 gestaíbúð í norðvesturhluta. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga dags. 09.07.2021.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Hafnarbraut 6 og 10, Dalbraut 7 og 9.
2. Deiliskipulag Látrabjarg - Hvallátrar. Ósk um óverulega breytingu.
Tekið fyrir erindi frá Ingólfi Helgasyni fyrir hönd eigenda sumarhússins að Hnjúkabæ, Hvallátrum(Heimabær 1 lóð 2). Í erindinu, dagsett 19. ágúst 2021, er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs svo heimilt verði að staðsetja ca 15 m2 geymsluhús innan lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulaginu með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar þar sem heildarbyggingarmagn innan lóðar fer yfir þau mörk sem deiliskipulag svæðisins kveður á um. Grenndarkynna skal áformin sérstaklega fyrir eigendum Heimabæjar 2, Gimli(Heimabær 1 lóð 1) og Brekkubæjar(Heimabær 2 lóð 3)ásamt auglýsingu á heimasíðu.
3. Seftjörn, Barðaströnd - breytt afmörkun lóða.
Erindi frá Ríkiseignum dags. 13. ágúst 2021. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu á nýju lóðarblaði þar sem breytingar eru gerðar á eftirfarandi lóðum:
Seftjörn lóð 1 L173217: Lóðin minnkar og verður 23.507m2
Þverá L139857: Lóðin stækkar og verður 2.048m2.
Þverá lóð 2 L139858: Lóðin stækkar og verður 2.051m2
Erindinu fylgir lóðarblað dags. 12.08.2021 unnið af Ríkiseignum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingar á lóðunum verði samþykktar.
4. Þórsgata 10, Ósk um stöðuleyfi.
Erindi frá Þórsgötu 10 ehf, dags. 7.sept 2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 11,4 m2 grænmetiskæli á lóð félagsins að Þórsgötu 10. Erindinu fylgir teikning sem sýnir staðsetningu gámsins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða og hvetur umsækjenda til að vinna að varanlegri lausn á tímabilinu.
5. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal
Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Bíldudalshöfn þar sem kynnt eru drög að skipulagi nýrrar landfyllingar. Byggingarlóðirnar eru samtals 5 talsins og eru á bilinu 800-1600 m2, lóðirnar bera heitið Strandgata 14A - Strandgata 14E. Þá er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að útisvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins sem einnig nýtist sem aðkoma að hinum lóðunum. Á svæðinu er um 2.200 m2 geymslusvæði áætlað.
6. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035
Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. júní 2021. Fyrir liggur greinargerð, umhverfisskýrsla og forsendur dagsett í ágúst og sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur af Patreksfirði og Bíldudal dagsett í september 2021. Til viðbótar liggja fyrir svarbréf til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Svör við athugasemdum samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að svara þeim skriflega.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:36