Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #88

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. september 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Hafnarbraut 8, umsókn um samþykki byggingaráforma.

Erindi frá Guðlax dags. 31.08.2021. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir byggingaráformum vegna 130m2 skemmu/bílskúr á lóðinni að Hafnarbraut 8, Bíldudal. Á lóðinni er fyrir 102m2 einbýlishús. Skemman verður nýtt sem bátageymsla og 35m2 gestaíbúð í norðvesturhluta. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga dags. 09.07.2021.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Hafnarbraut 6 og 10, Dalbraut 7 og 9.

    Málsnúmer 2109010 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Deiliskipulag Látrabjarg - Hvallátrar. Ósk um óverulega breytingu.

    Tekið fyrir erindi frá Ingólfi Helgasyni fyrir hönd eigenda sumarhússins að Hnjúkabæ, Hvallátrum(Heimabær 1 lóð 2). Í erindinu, dagsett 19. ágúst 2021, er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs svo heimilt verði að staðsetja ca 15 m2 geymsluhús innan lóðar.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulaginu með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar þar sem heildarbyggingarmagn innan lóðar fer yfir þau mörk sem deiliskipulag svæðisins kveður á um. Grenndarkynna skal áformin sérstaklega fyrir eigendum Heimabæjar 2, Gimli(Heimabær 1 lóð 1) og Brekkubæjar(Heimabær 2 lóð 3)ásamt auglýsingu á heimasíðu.

      Málsnúmer 2108016 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Seftjörn, Barðaströnd - breytt afmörkun lóða.

      Erindi frá Ríkiseignum dags. 13. ágúst 2021. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu á nýju lóðarblaði þar sem breytingar eru gerðar á eftirfarandi lóðum:

      Seftjörn lóð 1 L173217: Lóðin minnkar og verður 23.507m2
      Þverá L139857: Lóðin stækkar og verður 2.048m2.
      Þverá lóð 2 L139858: Lóðin stækkar og verður 2.051m2

      Erindinu fylgir lóðarblað dags. 12.08.2021 unnið af Ríkiseignum.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingar á lóðunum verði samþykktar.

        Málsnúmer 2109013 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Þórsgata 10, Ósk um stöðuleyfi.

        Erindi frá Þórsgötu 10 ehf, dags. 7.sept 2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 11,4 m2 grænmetiskæli á lóð félagsins að Þórsgötu 10. Erindinu fylgir teikning sem sýnir staðsetningu gámsins.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða og hvetur umsækjenda til að vinna að varanlegri lausn á tímabilinu.

          Málsnúmer 2109020

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

          Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Bíldudalshöfn þar sem kynnt eru drög að skipulagi nýrrar landfyllingar. Byggingarlóðirnar eru samtals 5 talsins og eru á bilinu 800-1600 m2, lóðirnar bera heitið Strandgata 14A - Strandgata 14E. Þá er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að útisvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins sem einnig nýtist sem aðkoma að hinum lóðunum. Á svæðinu er um 2.200 m2 geymslusvæði áætlað.

            Málsnúmer 2104031 9

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035

            Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. júní 2021. Fyrir liggur greinargerð, umhverfisskýrsla og forsendur dagsett í ágúst og sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur af Patreksfirði og Bíldudal dagsett í september 2021. Til viðbótar liggja fyrir svarbréf til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir á auglýsingatíma.
            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Svör við athugasemdum samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að svara þeim skriflega.

              Málsnúmer 2002127 17

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:36