Fundur haldinn í fjarfundi, 8. nóvember 2023 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) varamaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Þúfneyri. Umsókn um lóð undir spennistöð.
Tekin fyrir aftur umsókn Orkubús Vestfjarða Ohf. um lóð undir spennistöð við Þúfneyri í Patreksfirði. Spennistöðin er ætluð til landtengingar fóðurpramma fyrir laxeldi. Erindið var tekið fyrir á 110. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 11. október s.l. Á þeim fundi lagði ráðið til nýja staðsetningu utar á eyrinni. Orkubúi Vestfjarða hugnast ekki sú staðsetning m.t.t. ofanflóðahættu og grjóthruns og óskar eftir nýrri staðsetningu neðan við vatn á eyrinni.Friðbjörn S. Ottósson vék af fundi.
Skipulags- og umhverfisráð stendur við bókun frá 110. fundi ráðsins varðandi staðsetningu lóðar undir spennistöð við Þúfneyri og samþykkir ekki ósk um breytta staðsetningu.
Friðbjörn S. Ottósson kom aftur inn á fundinn.
2. Járnhóll 8, umsókn um byggingaráform.
Erindi frá Eflu ehf. f.h. Landsnets, dags. 30. október 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna byggingar nýs tengivirkishúss að Járnhól 8, Bíldudal.
Þakgerð og þakhalli byggingarinnar er ekki í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags og þá er gert ráð fyrir bráðabirgðatengingu að byggingunni frá Bíldudalsvegi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin. Ráðið metur sem svo að áform um breytta þakgerð og þakhalla kalli ekki á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Dalbraut 50. Ósk um bílastæði
Erindi frá Ólafi H Sigurþórssyni f.h. Sigurþórs L. Sigurðssonar, dags. 19. september 2023. Í erindinu er þess óskað að sveitarfélagið lagfæri bílastæði sem stendur á opnu svæði milli Dalbrautar 48 og 50 svo að fleiri bílar komist fyrir á stæðinu, þetta myndi auka umfeðraröryggi á svæðinu þar sem bílar þyrftu þá ekki að standa við götuna. Þá er þess óskað að eigandi Dalbrautar 50 fái heimild til að merkja eitt af stæðunum sem einkastæði.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að lagfært verði bílastæðið á milli Dalbrautar 48 og 50, ráðið fellst þó ekki á að bílastæðið verði merkt sem einkastæði þar sem bílastæðið stendur í bæjarlandinu. Ráðið vísar málinu áfram til sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
4. Dufansdalur, Borun fyrir köldu vatni, umsókn um framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Árna Kópssonar dagsett 26.10.2023 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir köldu vatni í Dufansdal.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til að bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykki að veitt verði framkvæmdaleyfi til borunar eftir köldu vatni sbr. umsókn. Skipulags- og umhverfisráð metur að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Þá verði skipulagfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið.
5. Sælulundur og Sjónarhóll - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu.
Lögð fram umsókn Gunnars Ingva Bjarnasonar dagsett 24.10.2023 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi að frístundalóðunum að Sælulundi og Sjónarhól á Barðaströnd. Með umókninni fylgja samþykki Vegagerðarinnar sem og landeiganda Haga fyrir tengingunni.
Skipulags- og umhverfisráð mælist til að bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykki að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveginum sbr. umsókn. Skipulags- og umhverfisráð metur að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda enda liggi fyrir samþykki landeigenda og Vegagerðarinnar. Þá verði skipulagfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið.
6. Umferðarreglur í Vesturbyggð, í þéttbýli
Lögð fram til kynningar drög að umferðarreglum innan þéttbýlis í Vesturbyggð sem nú eru í vinnslu, skjalið er unnið af umhverfis- og framkvæmdasviði Vesturbyggðar. Í reglunum er m.a. lagður til nýr hámarkshraði, þar sem hann er færður úr hálfum í heilan tug.
7. Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breyting veglagning
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt. Breytingin var grenndarkynnt frá 18. septemeber til 16. október 2023. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerði enga athugasemd sem og athugasemd frá Heimi Ingvarssyni og Valdísi Ragnarsdóttur sem gerðu athugasemd við breytta veglagningu.
Í athugasemd Heimis Ingvarssonar og Valdísar M. Ragnarsdóttur var lýst yfir áhyggjum af staðsetningu aðkomuvegar að sumarhúsa- og smábýlalóðum á Langholti, áhyggjur voru af ónæði, ryki,og drullumengun alveg við húsið. Ráðið leggur til að aðkomuvegur verði færður við SV horn lóðarinnar eins og lóðamerki sveitarfélagsins leyfa og telur að þannig verði komið til móts við athugasemdina eins og kostur er.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir Strandgötu 14a, 14c og 14d í eina lóð undir heitinu Strandgata 14a. Strandgata 10-12 er minnkuð og hýsir nú einungis vatnshreinsistöð og geyma tengda meltuvinnslu. Í skipulaginu er lagt til að lóð sem áður var Strandgata 14e verði að Strandgötu 14c.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að húsnúmerum verði breytt samkvæmt eftirfarandi í skipulaginu:
Núverandi Strandgata 10-12 verði Strandgata 8.
Strandgata 14A verðir Strandgata 10.
Strandgata 14B verði Strandgata 12.
Strandgata 14C verði Hafnarteigur 4B.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt m.v. ofangreint og tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi
Lagður fram tölvupóstur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis varðandi mál nr. 216/2023, "Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi" dags. 1. nóvember 2023. í tölvupóstinum er óskað umsagnar.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
10. Umsagnarbeiðni - Hvítisandur í landi Þórustaða -baðstaður
Lagður fram tölvupóstur frá Ísafjarðarbæ, dags. 20.október 2023. Í tölvupóstinum er óskað umsagnar vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og nýs deiliskipulags fyrir Hvítasand í landi Þórustaða - baðstaður.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20