Fjöl­skyldan

Hér má finna ýmsar upplýs­ingar fyrir fjöl­skyldu­fólk.

Börn og unglingar

Leik­skólar

Þrír leik­skólar eru í Vest­ur­byggð; leik­skólinn Araklettur á Patreks­firði, leik­skólinn Vinabær á Tálkna­firði og leik­skólinn Tjarn­ar­brekka á Bíldudal.

Grunn­skólar

Þrír grunn­skólar eru í Vest­ur­byggð; Bíldu­dals­skóli, Tálkna­fjarð­ar­skóli og Patreks­skóli.

Fram­halds­deild

Fjöl­brauta­skóli Snæfell­inga, FSN, rekur fram­halds­deild á Patreks­firði þar sem nemendur af suður­svæði Vest­fjarða geta stundað nám á fram­halds­skóla­stigi undir stjórn kennara í Grund­ar­firði með aðstoð upplýs­inga­tækni. Starfs­menn deild­ar­innar á Patreks­firði veita svo nemendum leið­sögn á staðnum og halda utan um starf­semina.

Frístund

Frístund er starf­rækt við Patreks­skóla og Bíldu­dals­skóla. Þar býðst nemendum í 1.–4.bekk að dvelja frá skóla­lokum til kl. 16:00 alla skóla­daga.

Íþrótta­skóli

Íþrótta­skóli er starf­andi í samfellu við grunn­skóla­hald alla virka daga á Patreks­firði og Bíldudal sem og í Tálkna­firði ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Auk þeirra boltaí­þrótta sem í boði eru hjá HHF eru aðrar íþróttir kynntar fyrir börn­unum í íþrótta­skól­anum.


Tónlistarskóli

Tónlist­ar­skóli sveit­ar­fé­lagsins er starf­ræktur á Patreks­firði, Tálkna­firði og Bíldudal.


Bókasafn

Það eru þrjú bóka­söfn í sveit­ar­fé­laginu. Á Patreks­firði er Héraðs­bóka­safn Vestur–Barða­stranda­sýslu, Bóka­safn Tálkna­fjarðar er á Tálkna­firði og á Bíldudal Bóka­safn Bíld­dæl­inga.