Fjölskyldan
Hér má finna ýmsar upplýsingar fyrir fjölskyldufólk.
Börn og unglingar
Leikskólar
Þrír leikskólar eru í Vesturbyggð; leikskólinn Araklettur á Patreksfirði, leikskólinn Vinabær á Tálknafirði og leikskólinn Tjarnarbrekka á Bíldudal.
Grunnskólar
Þrír grunnskólar eru í Vesturbyggð; Bíldudalsskóli, Tálknafjarðarskóli og Patreksskóli.
Framhaldsdeild
Fjölbrautaskóli Snæfellinga, FSN, rekur framhaldsdeild á Patreksfirði þar sem nemendur af suðursvæði Vestfjarða geta stundað nám á framhaldsskólastigi undir stjórn kennara í Grundarfirði með aðstoð upplýsingatækni. Starfsmenn deildarinnar á Patreksfirði veita svo nemendum leiðsögn á staðnum og halda utan um starfsemina.
Frístund
Frístund er starfrækt við Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Þar býðst nemendum í 1.–4.bekk að dvelja frá skólalokum til kl. 16:00 alla skóladaga.
Íþróttaskóli
Íþróttaskóli er starfandi í samfellu við grunnskólahald alla virka daga á Patreksfirði og Bíldudal sem og í Tálknafirði ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Auk þeirra boltaíþrótta sem í boði eru hjá HHF eru aðrar íþróttir kynntar fyrir börnunum í íþróttaskólanum.
Tónlistarskóli
Tónlistarskóli sveitarfélagsins er starfræktur á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.
Bókasafn
Það eru þrjú bókasöfn í sveitarfélaginu. Á Patreksfirði er Héraðsbókasafn Vestur–Barðastrandasýslu, Bókasafn Tálknafjarðar er á Tálknafirði og á Bíldudal Bókasafn Bílddælinga.