Húsnæði og flutningur
Hér má finna ýmsar upplýsingar varðandi húsnæði og flutninga.
Húsnæði til sölu eða leigu
Hægt er að sjá húsnæði til sölu á helstu fasteignasölusíðum. Upplýsingar um leigu húsnæðis sem er í eigu sveitarfélagsins veitir sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Flutningstilkynning
Allar tilkynningar um flutning fara í gegnum heimasíðu Þjóðskrár Íslands og þarf viðkomandi að vera með rafræn skilríki eða íslykil til að ganga frá skráningunni.
Séu einhverjir íbúar sveitarfélagsins í þeirri aðstöðu að geta ekki tilkynnt um breytingu á lögheimili innanlands og aðsetri með rafrænum hætti er unnt að fá leiðbeiningar og aðstoð í ráðhúsi Vesturbyggðar.
Ætlar þú að byggja?
Byggingarfulltrúi veitir upplýsingar um lóðir og framkvæmdir. Öll eyðublöð er hægt að nálgast hér til hliðar.
Hiti og rafmagn
Orkubú Vestfjarða sér um dreifingu á orku og heitu vatni á svæðinu.
Húsnæðisbætur
Umsóknir um almennar húsnæðisbætur fara til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í gegnum island.is.
Hægt er að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning annars vegar fyrir 18 ára og eldri sem geta ekki séð sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna og hins vegar fyrir foreldra 15 – 17 ára nemenda sem búa fjarri foreldrum sínum vegna náms.