Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. apríl 2023 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu
- Arna Margrét Arnardóttir (AMA)
- Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG)
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
- Gerður Rán Freysdóttir (GRF)
- Helgi Jensson (HJ)
- Hlynur Hafberg Snorrason (HHS)
- Jónatan Guðbrandsson (JG)
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ)
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS)
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir
Almenn erindi
1. Samþykktir og stjórnskipun almannavarnarnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Umræður um stjórnskipun almannavarnarnefndar.
Samþkkt að bæjarstjóri Vesturbyggðar sé formaður nefndarinnar og sveitarstjóri Tálknafjarðar varaformaður.
Formanni almannavarnanefndar falið að vinna samþykktir fyrir almannavarnanefnd og leggja fyrir nefndina til samþykktar.
2. Starfsáætlun almannavarnarnefndar 2023
Drög að starfsáætlun almannavarnanefndar lögð fyrir til samþykktar.
Lagt er til að almannavarnarnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fundi á eftirfarandi dögum á árinu 2023:
18. apríl 2023
30. maí 2023
31. október 2023
Fundarboð skal sent með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara og telji formaður ekki ástæðu til að funda skal það tilkynnt með sama fyrirvara.
Starfsáætlun almannavarnanefndar samþykkt samhljóða.
3. Flugslysaæfinga 2023
Umræður um flugslysaæfingu sem fyrirhuguð er í lok apríl 2023 í Vesturbyggð. Æfingin er á vegum Isavia í samtarfi við viðbragðsaðila á svæðinu.
4. Handbók - aðgerðarstjórn almannavarna Vestfjarða, 1. útgáfa
Kynnt er 3.0 útgáfa að handbók fyrir aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar Vestfjarða, sem gefin var út 30. nóvember 2022. Áætlað er að haldin verði námskeið og þjálfun fyrir viðbragðsaðila og þá sem skipa vettvangsstjórn og aðgerðarstjórn.
5. Krapaflóð í Vesturbyggð 26. janúar 2023
Umræður um krapaflóðið sem féll á Patreksfirði 26. janúar 2023, flóðinu í Tunguá á Tálknafirði 13. febrúar 2023 ásamt bruna í Norðurbotni í Tálknafirði 23. febrúar síðastliðinn.
Almannavarnarnefnd vill þakka viðbragðsaðilum fyrir fumlaus viðbrögð í þeim aðstæðum sem sköpuðust í tengslum við atburðina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
Ólafur Þór Ólafsson stýrði fundinum.