Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. október 2012 og hófst hann kl. 14:30
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Fundargerðir til staðfestingar
Almenn erindi
2. Framkvæmdaleyfi vegna sæstrengs í Patreksfirði
Lagt fram erindi frá Orkubúi Vestfjarða þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar sæstrengs í Patreksfjörð. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að veita Orkubúi Vestfjarða framkvæmdaleyfi vegna lagninga sæstrengs í Patreksfirði.
3. Aðalstræti 71a
Lagt fram kauptilboð frá Guðjóni Bjarnasyni í Aðalstræti 71a að upphæð 700 þúsund krónur. Vesturbyggð er eigandi af 16,66% hlut af húsnæðinu. Allir húseigendur hafa samþykkt framlagt tilboð í húseignina. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir framkomið tilboð.
5. Athugasemd við vegna samþykktar um hundahald.
Lagt fram erindi frá Þresti Reynissyni þar sem gerð er athugasemd við samþykkt um hundahald í Vesturbyggð.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að koma með útfærslu á reglugerðinni í ljósi athugasemda frá Þresti G. Reynissyni.
6. Fjárhagsáætlun 2013
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir fyrir fjárhagsáætlun 2013.
Unnið er að gerð frekari gagna sem verða afhent á fundinum
7. Ályktun Lögreglufélags Vestfjarða
Lögð fram ályktun frá félagsfundi Lögreglufélags Vestfjarða þar sem þungum áhyggjum er lýst yfir niðurskurði á fjárheimildum til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir áhyggjur Lögreglufélags Vestfjarða og hvetur stjórnvöld til að endurskoða fjárheimildir þannig að Lögreglan geti sinnt verkefnum sínum.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30
Fundurinn var haldinn þriðjudaginn, 30. október .