Fundur haldinn í að Urðargötu 23, Patreksfirði, 4. desember 2012 og hófst hann kl. 08:30
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Fundargerðir til staðfestingar
Almenn erindi
2. Árgjald vegna umhverfisvottunar og skipan í framkvæmdaráð.
Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna árgjalds Vesturbyggðar í umhverfisvottunarverkefnið Earth Check. Árgjald Vesturbyggðar er 65 þúsund.
Fulltrúi Vesturbyggðar í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunarinnar verður Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Friðbjörg Matthíasdóttir til vara.
4. Umsókn um styrk vegan starfsemi Landsbyggðin lifir
Lagt fram erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifir. Styrkbeiðninni er hafnað en samtökunum er óskað velfarnaðar.
5. Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2013
Lagt fram styrkbeiðni frá Snorraverkefninu, sumarið 2013. Styrkbeiðninni er hafnað en samtökunum óskað velfarnaðar í störfum sínum.
6. Kvennaathvarf: Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2013
Lögð fram styrkbeiðni frá Kvennaathvarfinu. Erindinu er hafnað en samtökunum óskað velfarnaðar í störfum sínum.
7. Lausaganga búfjár
Gunnar Bjarnason vék af fundinum undir þessum lið.
Lagt fram erindi frá Bjarna Hákonarsyni í Haga, Haraldi Bjarnasyni, Haga og Finnboga Kristjánssyni frá Breiðalæk. Ákvarðanatöku frestað. Bæjarstjóra falið að boða hlutaðeigandi á fund með bæjarráði og afla frekari gagna.
8. Landgræðsla Ríkisins: Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið
Lagt fram erindi frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið. Samþykkt að styrkja verkefnið um 40 þúsund.
10. Leiguhúsnæði
Lagt fram erindi frá Eiríki Gunnsteinssyni hrl, þar sem óskað er eftir að leigja aðstöðu fyrir lögfræðiþjónustu einn til tvo daga í mánuði. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.
11. Leiguhúsnæði
Lagt fram erindi frá Hrafna-Flóka um skrifstofuaðstöðu. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Bæjarstjóra falið að ræða við formann félagsins um málið.
12. Erindi frá HHF
Lagt fram erindi frá Héraðssambandinu Hrafna-Flóka um samvinnu í æskulýðs og íþróttamálum. Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum um frekara samstarf íþróttafélaga á svæðinu og vill skoða málið nánar. Erindinu frestað.
13. Leiga á Birkimel
Lagt fram erindi frá Heiðu Steinsson og Rögnvaldi Johnsen þar sem þau óska eftir að taka Félagsheimilið Birkimel og Grunnskólann á Birkimel á leigu yfir sumartímann. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skrifstofustjóra að boða til fundar í eigendafélági Félagsheimilisins á Birkimel til að ræða málið og ef samkomulag eigenda næst yrði Félagsheimilið Birkimelur og Grunnskólinn á Birkimel auglýst til sumarleigu.
14. Langahlíð 18-22
15. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Vesturbyggðar
Lagðar fram fyrirmyndir að samþykktum um stjórn sveitarfélaga frá Innanríkisráðuneytinu. Skrifstofustjóra falið að aðlaga samþykktina að Vesturbyggð.
Til kynningar
3. Félag um listasafn Samúels Jónssonar tillögur að samstarfi við Vesturbyggð
Lagt fram erindi frá Félagi um listasafns Samúels Jónssonar. Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins um samstarf um Seeds hóp sumarið 2013. Bæjarráð sér sér ekki fært um að koma uppbyggingu íbúahúss að svo komnu máli.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30
Ásgeir Sveinsson boðaði forföll.
Fundurinn var haldinn að Aðalstræti 63.