Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #683

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. október 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2013-2014

    Lagt fram bréf frá Atvinnuvegaráðuneyti varðandi byggðakvóta fiskveiðiársins 2013-2014.
    Vesturbyggð hefur þegar sent inn umsókn vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2013-2014.

      Málsnúmer 1309024 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Leikskólar Vesturbyggðar

      Bæjarstjóri upplýsti um stöðu verkefna á Leikskólanum Arakletti.

      Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir leikskólakennurum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal í samráði við leikskólastjóra.

        Málsnúmer 1310015

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sýslumaðurinn Pf. beiðni um niðurfellingu gjalda

        Trúnaðarmál.
        Samþykkt.

          Málsnúmer 1309069

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Breytingar á samþykktum Fjórðungssambandsins

          Lögð fram drög að breytingum á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga til kynningar.

            Málsnúmer 1310013

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Mennta-og menningarmálaráðuneyti fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu

            Lagt fram bréf frá mennta-og menningarmálaráðuneyti um fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu í skólum. Vesturbyggð lenti í úrtaki ráðuneytisins og mun úttekt á framkvæmd sérfræðiþjónustu fara fram í nóvember.

              Málsnúmer 1309060

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Menntamálanefnd beiðni um umsögn leikskólar að loknu fæðingarorlofi mél nr.37

              Lögð fram beiðni frá menntamálanefnd Alþingis varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um leikskóla að loknu fæðingarorlofi.
              Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar tillögunni enda er nauðsynlegt að hefja umræðu um hvað taki við að fæðingarorlofi loknu. Nauðsynlegt er að skilgreina þjónustu þessa sem hluta af grunnþjónustu sveitarfélaga sem 1. skólastigið.

                Málsnúmer 1309064

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fjárlaganefnd fundir sveitarstjórna vegna 2014 fundardagar 28-29.okt.2013

                Lagt fram bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarstjórnum er boðið til fundar með nefndinni. Fundur Vesturbyggðar með nefndinni verður 29. október.

                  Málsnúmer 1310002

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. FÁBBR varðar geymslupláss fyrir gamla báta

                  Lögð fram fram styrkbeiðni frá Félagi áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar vegna geymsluaðstöðu í Straumneshúsi á Patreksfirði. Bæjarráð samþykkir erindið.

                    Málsnúmer 1310007

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Landsbyggðin lifi umsókn um styrk

                    Lögð fram umsókn um styrk frá Landsbyggðin lifi.
                    Bæjarráð Vesturbyggðar sér sér ekki fært um að styðja við verkefnið að þessu sinni.

                      Málsnúmer 1310009

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Styrkur vegna þjóðbúninganámskeiðs frá Þjóðbúningafélaginu Auði.

                      Ásthildur Sturludótttir og Ásdís Snót Guðmundsdóttir véku af fundi.
                      Lögð fram styrkumsókn frá Þjóðbúningafélaginu Auði á sunnanverðum Vestfjörðum vegna þjóðbúningnámskeiða í Vesturbyggð. Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar frumkvæði kvenna að hefja veg þjóðbúninga íslenskra kvenna og karla til vegs og virðingar í Vesturbyggð. Bæjarráð samþykkir að styrkja Þjóðbúningafélagið Auði um 60 þúsund krónur.

                        Málsnúmer 1309051

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. EBE styrkumsókn vegna kortagerðar

                        Lagt fram bréf frá Elfu Björgu Einarsdóttur þar sem sótt er um styrk til kortagerðar af Barðaströnd.
                        Bæjarráð samþykkir 150 þúsund króna styrk til verkefnisins.

                          Málsnúmer 1309065

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Beiðni um umsögn vegna sölu á jörðinni Seftjörn

                          Lagt fram bréf frá Einari Birki Einarssyni fh. Einars Guðmundssonar og Bríetar Böðvarsdóttur, ábúenda á Seftjörn á Barðaströnd þar sem óskað er eftir endurnýjum á umsögn bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á jörðinni til ábúenda, sbr. lög nr. 81/2004, gr. 36.
                          Bæjarstjórn Vesturbyggðar mælir með sölu jarðarinnar til ábúenda.

                            Málsnúmer 1309027

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Sala á neðri hæð að Urðargötu 23 tilboð

                            Bæjarstjóri vék af fundi.
                            Bæjarráð samþykkir að fresta sölu íbúðarinnar um ótiltekinn tíma vegna óljósra ákvæða um forkaupsrétt og hafnar framkomnum tilboðum.

                              Málsnúmer 1306029 4

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Embætti skipulagsfulltrúa.

                              Lagt fram minnisblað frá Landmótun.
                              Bæjarráð samþykkir að fela Landmótun að sjá um verkefni skipulagsfulltrúa fyrir Vesturbyggð skv. framlögðu minnisblað. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum við Landmótun í samræmi við framlagt minnisblað um 8 til 10 fundi á ári og tilkynna breytingar á skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar.

                                Málsnúmer 1309019

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Ráðningarmál - forstöðumaður tæknideildar.

                                Lagðar fram til kynningar umsóknir um embætti byggingarfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar.
                                10 einstaklingar sóttu um embættið.
                                Attentus mannauður og ráðgjöf mun meta umsóknirnar og sjá um viðtöl við umsækjendur.

                                  Málsnúmer 1308057 4

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Velferðarráðuneytið áform um sameiningu heilbrigðisstofnana

                                  Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dagsett 25. september 2013 varðandi áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða sameiningu Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.

                                  Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega boðuðum sameiningum heilbrigðisstofnana sem veikja enn frekar grunnstoðir samfélaganna allt í kringum landið og minnka öryggi íbúa. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir auk þess á að útilokað er að eiga faglegt samstarf við Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði 9 mánuði á ári vegna samgönguleysis, allt eins væri hægt að vera í samstarfi við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað eða á Akureyri.

                                  Boðuð sameining er einungis til þess fallin að auka enn á einhæfni í atvinnulífi á svæðinu og fækka atvinnutækifærum í heimabyggð. Í ljósi fyrirheita núverandi ríkisstjórnar um eflingu byggða, þá er rétt að benda á mikilvægt hlutverk hins opinbera við að halda úti þjónustu í nærsamfélaginu. Erfitt er að sjá hverju slík sameining á að skila, öðru en fækkun starfa í viðkvæmu samfélagi. Bæjarráð Vesturbyggðar hafnar því alfarið öllum hugmyndum um sameiningu Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði og Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði en ítrekar fyrri boð og erindi til heilbrigðisráðherra, dagsettu 29. júlí 2013 þar sem óskað er eftir viðræðum um endurbætur á HSP og yfirtöku sveitarfélagsins á rekstri stofnunarinnar.

                                  Með yfirtöku sveitarfélagsins á rekstri heilbrigðisþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum skapast mörg tækifæri í samþættingu þjónustu við íbúa í samstarfi við Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu. Möguleiki er á að auka þjónustustigið og efla faglegt starf með sérhæfðu starfsfólki þar sem horft er heildstætt á hvert mál fyrir sig þar sem heilsugæsla og félagsþjónusta vinna saman að bestu lausn mála.

                                  Bæjarráð Vesturbyggðar ítrekar mikilvægi þess að Velferðaráðuneytið hefji nú þegar undirbúning að brýnum endurbótum á aðstöðu á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði og lýsir sig jafnframt reiðubúið til að hefja viðræður um yfirtöku á rekstrinum.

                                    Málsnúmer 1310001 2

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    18. Rekstur og fjárhagsstaða 2013.

                                    Lögð fram skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu jan-ágúst 2013.

                                      Málsnúmer 1308058 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      19. Fjárhagsáætlun 2014.

                                      Lögð fram drög að gjaldskrám vegna fjárhagsáætlunar 2014.
                                      Lögð fram drög sérgreindum verkefnum deilda vegna fjárhagsáætlunar 2014.

                                      Samþykkt að útsvar verði óbreytt eða 14,48%.

                                        Málsnúmer 1308059 14

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        Fundargerðir til kynningar

                                        12. Bæjarráð - 682

                                        Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarráðs nr. 682.

                                          Málsnúmer 1309002F 2

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          21. Fjórðungssambandið fundargerðir stjórnar 1608 og 0609.2013

                                          Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða frá 16/8 og 6/9 2013.

                                            Málsnúmer 1309031

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            22. BsVest fundargerð stjórnar 06.09.2013

                                            Lögð fram til kynningar fundargerðir BsVest frá 6/9 og 13/19 2013.

                                              Málsnúmer 1309030

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              Til kynningar

                                              20. Fjs. uppgjör á staðgreiðslu v.2012

                                              Lagt fram til kynningar bréf frá Fjársýslunni varðandi uppgjör á staðgreiðslu 2012.

                                                Málsnúmer 1309066

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00