Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #692

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. nóvember 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Friðbjörg Matthíasdóttir var á SKYPE.

    Til kynningar

    1. Velferðarnefnd beiðni um umsögn krabbamein í blöðruhálskirtli forvarnarstarf mál 28

    Lagt fram til kynningar beiðni um umsögn frá Velferðarnefnd Alþingis varðandi forvarnarstarf vegna krabbameins í blöðruhálskritli.

      Málsnúmer 1311059

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      7. Velferðarnefnd beiðni um umsögn um janft búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum mál 70.

      Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.

        Málsnúmer 1311062

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Velferðarnefnd beiðni um umsögn til laga um húsaleigubætur mál 72.

        Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis varðandi beiðni um umsögn vegna laga um húsleigubætur.

          Málsnúmer 1311061

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          9. Velferðarnefnd beiðni um umsögn frumvarp til laga um skráningu upplýsinga um umgengnismál foreldrar, mál 71.

          Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis varðandi beiðni um umsögn vegna skráningar upplýsinga um umgengnismál foreldra.

            Málsnúmer 1311060

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            13. Menntamálaráðuneyti "Dagur gegn einelti" 8.nóv.

            Lagt fram til kynningar erindi frá Menntamálaráðuneytinu varðandi dag gegn einelti. .

              Málsnúmer 1311001

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              2. Útisvæði á Arakletti

              Lagt fram tilboð frá Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, landslagsarkitekt, í hönnun og framkvæmdir á 1. Áfanga við Leikskólann Araklett að upphæð kr. 2.353.000. Bæjarráð samþykkir framkomið tilboð og vísar til viðauka fjárhagsáætlunar 2013.

                Málsnúmer 1311078

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                3. Ráðningarmál - byggingarfulltrúi Vesturbyggðar

                Lagt fram minnisblað frá Attentus-mannauður og ráðgjöf vegna ráðningar byggingarfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar.
                Bæjarráð samþykkir að hafna öllum umsækjendum og bæjarstjóra falið að undirbúa samninga við Verkís um verkefni byggingarfulltrúa í Vesturbyggð. Samningur verður lagður fram á næsta fundi bæjarráðs.
                Bæjarstjóra falið að segja upp samstarfssamningi við Tálknafjarðarhrepp um þjónustu byggingarfulltrúa. Vesturbyggð þakkar Tálknafjarðahreppi fyrir gott samstarf.

                  Málsnúmer 1308057 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  4. Fjárhagsáætlun 2013 - viðaukar.

                  Lagður fram kaupsamningur milli Vesturbyggðar og Erlu Hafliðadóttur á lóðunum Urðargötu 2, Patreksfirði, landnr. 140212, lóðarnr. 89630020. Kaupverð íbúðahúsalóðarinnar Urðargötu 2 er 1.085.849 kr.
                  Bæjarráð samþykkir kaupin og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning fh. Vesturbyggðar.

                    Málsnúmer 1311072 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    5. Markaðsátak Vestfjarða

                    Lagt fram erindi frá Markaaðsstofu Vestfjarða varðandi sameiginlegt markaðsátak sveitarfélaga á Vestfjörðum til þriggja ára. Hlutur Vesturbyggðar verður kr. Hlutur Vesturbyggðar er 940 þúsund árið 2014. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til fjárhagsáætlunar 2014.

                      Málsnúmer 1311044

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      6. Sameiginleg framtíðarsýn og stefnumótun í æskulýðs-og íþróttamálum?

                      Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með að Tálknafjarðarhreppur hafi samþykkt að taka þátt í sameiginlegri stefnumótun varðandi æskulýðs og íþróttamál á sunnanverðum Vestfjörðum eins og bæjarfulltrúar Vesturbyggðar lögðu til á samráðsnefndarfundi sveitarfélaganna sem haldinn var 12. Nóvember sl. Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir verkefnisstjóra í tímabundið starf til þess að útfæra þessar hugmyndir frekar í samráði við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.
                      Vísað til fjárhagsáætlunar 2014.

                        Málsnúmer 1311055 3

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Vegagerðin samningar um veghald

                        Lagður fram samningur frá Vegagerðinni um veghald. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.

                          Málsnúmer 1310048

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Snorraverkefnið styrkumsókn 2014

                          Lögð fram styrkumsókn frá Snorraverkefninu. Bæjarráð sér sér því miður ekki fært um að styrkja verkefnið.

                            Málsnúmer 1311053

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. FSN tíu ára afmæli boð um þátt í undirbúningi

                            Lagt fram erindi frá Jóni Eggerti Bragasyni, skólameistara FSN varðandi þátttöku í undirbúningi að 10 ára afmæli Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Bæjarráð samþykkir þátttöku í afmælishátíð skólans og felur bæjarstjóra að tilkynna þátttöku til skólameistara FSN.

                              Málsnúmer 1311057

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. DE tilboð í Urðargötu 23 íbúð nh.

                              Lagt fram tilboð frá Dómhildi Eiríksdóttur að upphæð 2,5 milljónir í Urðargötu 23, nh. Bæjarráð hafnar tilboðinu enda hefur bæjarráð áður bókað að fresta sölu íbúðarinnar um óákveðinn tíma vegna óvissu um forkaupsréttarákvæði. Skv. Minnisblaði frá Lögmannsstofunni Lex hefur núverandi eigandi efri hæðar Urðargötu 23, ekki forkaupsrétt að íbúð á neðri hæð hússins.

                                Málsnúmer 1311050

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Fjárhagsáætlun 2014.

                                Lögð fram fjárhagsáætlun 2014.
                                Rætt sérstaklega um Minjasafnið á Hnjóti. Bæjarstjóri útvegar fyrir næsta fund samanburðartölur fyrir samsvarandi söfn og samanburðartölur fyrir reksturinn sl 3 ár.
                                Bæjarráð leggur til breytingar til eflingar tónlistarnáms, m.a. með auknu samstarfi leik-, grunn-og tónlistarskóla og breytingum á gjaldskrá til lækkunar. Söngkennsla og tónsköpun tekin inn í grunnskólanám, m.a. að boðið upp á blokkflautunám fyrir nemendur 1. bekkjar endurgjaldslaust.

                                Frumvarpi vísað til bæjarstjórnar til fyrstu umræðu.

                                  Málsnúmer 1308059 14

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fundargerðir til kynningar

                                  10. Bæjarráð - 689

                                  Fundargerð bæjarráðs nr. 689 lögð fram til kynningar.

                                    Málsnúmer 1311001F 2

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    17. Bæjarráð - 691

                                    Fundargerð bæjarráðs nr. 691 lögð fram til kynningar.

                                    Bæjarráð átti fund með heilbrigðisráðherra, föstudaginn 15. nóvember sl. Engin stefnubreyting hefur orðið hjá ráðherra varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana og enginn áhugi er hjá ráðherra að gera samning við sveitarfélagið um yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði. Bæjarráð óttast að með sameiningunni muni þjónusta skerðast og öryggi íbúa ógnað. Allar sveitarstjórnir á Vestfjörðum hafa mótmælt fyrirhugaðri sameiningu, það eitt ætti að segja margt. Bæjarráð Vesturbyggðar harmar skilningsleysi ráðherra á landfræðilegri sérstöðu byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum og erfiðum samgöngum innan Vestfjarða og hvetur heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða þær tillögur sem settar hafa verið fram um sameiningu heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni. Það er ömurlegt að ekkert sé hlustað á rök heimamanna og forsvarsmanna HSP gegn sameiningu.

                                      Málsnúmer 1311010F 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      18. Bæjarráð - 690

                                      Fundargerð bæjarráðs nr. 690 lögð fram til kynningar.

                                        Málsnúmer 1311007F 2

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00