Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #732

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 28. apríl 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Félagsheimilin í Vesturbyggð

    Mætt til viðræðna við bæjarráð um málefni félagsheimilisins Birkimels Davíð Valgeirsson, form. Ungmennafélags Barðstrendinga, Ólöf Samúelsdóttir, kvenfélaginu Neista, Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri, Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar og Hjörtur Sigurðsson, form. atvinnu- og menningarráðs. Rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir við félagsheimilið Birkimel í sumar.
    Bæjarráð felur forstm. tæknideildar og félagsmálastjóra að taka út nauðsynlegt viðhald m.a. múrviðgerðir eða klæðningu útiveggja og kaup á rekstrarbúnaði í félagsheimilið. Bæjarráð felur atvinnu- og menningarráði að skipa fulltrúa Vesturbyggðar í rekstrarnefnd félagsheimila.

      Málsnúmer 1209027 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Skíðasvæði í Vesturbyggð

      Mættur til viðræðna við bæjarráð Valgeir Ægir Ingólfsson, verkefnastjóri hjá ATVEST um skíðasvæði í Vesturbyggð.

        Málsnúmer 1504031

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag Sigtúnssvæði

        Lagt fram drög að teikningum frá Verkís ehf og Landmótum ehf sem sýna hugmyndir að gerð ofanflóðavarnargarða. Elfar St. Karlsson, form. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1504020 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ársreikningur 2014

          Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar ásamt sundurliðunarbók fyrir árið 2014.
          Bæjarráð staðfestir ársreikninginn og vísar honum til bæjarstjórnar.

            Málsnúmer 1502074 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Vinnuskóli 2015

            Lögð fram tillaga ásamt fylgiskjölum frá Elsu Reimarsdóttur, félagsmálastjóra um tímakaup unglinga í Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2015. Elsa Reimarsdóttir sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
            Bæjarráð samþykkir tillöguna.

              Málsnúmer 1504037

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. HeilVest gjaldskrárhækkun beiðni um samþykkt

              Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. með tillögu að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2015.
              Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

                Málsnúmer 1504019

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Ísl.Kalk beiðni um fund

                Lagt fram bréf dags. 16. apríl sl. frá Einari Sveini Ólafssyni, framkv.stj. Íslenska kalþörungarfélagsins með ósk um fund með bæjaryfirvöldum í Vesturbyggð.
                Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða Einar Svein Ólafsson á næsta fund bæjarráðs.

                  Málsnúmer 1504021

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Gjaldskrár 2015

                  Lagt fram drög að gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu og fráveitugjald í Vesturbyggð.
                  Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

                    Málsnúmer 1410101 8

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Rekstur og fjárhagsstaða 2015.

                    Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir janúar-mars 2015.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1504051 8

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fundargerðir til kynningar

                      10. SÍS fundargerð stjórar nr.827

                      Lögð fram fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1504018

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. NAVE ársfundargerð 15.04.15

                        Lögð fram fundargerði ársfundar (eigendafundar) aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða haldinn í Hnyju Höfðagötu 3, Hólmavík miðvikudaginn 15. apríl sl.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1504044

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. NAVE fundargerð stjórnar nr.95

                          Lögð fram fundargerð 95. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða haldinn þriðjudaginn 14. apríl sl.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1504043

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00