Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #737

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. júlí 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Framkvæmdir 2015

    Lagt fram tilboð frá Lás ehf í gatnaframkvæmdir í Aðalstræti á Patreksfirði, en aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdirnar. Tilboðsupphæð er 78,9 millj.kr. en kostnaðaráætlun er 56,0 millj.kr. Jóhann Birkir Helgason, Verkís sat fundinn undir þessum lið á símafundi.
    Bæjarráð hafnar tilboðinu.

      Málsnúmer 1501037 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárhagsstaða 2015.

      Lagt fram yfirlit rekstrar bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir fyrstu fimm mánuði ársins.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1504051 8

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sorpsamningur-viðauki

        Lagt fram minnisblað ásamt fylgigögnum frá fundi 29. júní sl. með forsvarsmönnum Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1504001 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Tillögur R3 ráðgjöf ehf.

          Lagðar fram skýrslur R3-ráðgjafar ehf "Sameining þjónustumiðstöðva og hafna" og "Slökkvilið Vesturbyggðar".
          Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að vinna áfram að málinu.

            Málsnúmer 1504008 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Búfjársamþykkt Vesturbyggðar

            Lögð fram "Samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð" til seinni umræðu.
            Bæjarráð vísar samþykktinni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

              Málsnúmer 1211097 12

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Gjaldskrár 2015

              Lögð fram "Gjaldskrá Slökkviliðs Vesturbyggðar" til seinni umræðu.
              Bæjarráð vísar gjaldskránni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

                Málsnúmer 1410101 8

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Neysluvatnssyni Bld og Patreksf

                Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 23. júní sl. frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um töku sýna af neysluvatni Patreksfirðinga og Bílddælinga. Sýnin stóðust gæðakröfur.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1507005

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  8. SÍS fundargerð stjórnar nr.828

                  Lögð fram fundargerð 828. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí sl.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1506008

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. HeilVest fundargerð nr.102

                    Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12. júní sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1506047

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00