Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #738

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. júlí 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Í upphafi fundar minntist formaður bæjarráðs Magnúsar Kristjáns Björnssonar frá Bíldudal, fyrrv. sveitarstjórnarmanns.
    Magnús Kristján Björnsson, lést af slysförum 7. júlí 2015 er stálbáturinn Jón Hákon BA fórst undan Aðalvík. Þrír skipverjar komust lífs af.
    Magnús Kristján var fæddur 30. janúar 1

    Almenn erindi

    1. Framkvæmdir 2015

    Rætt um stöðu framkvæmda sumarið 2015. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram verðkönnun í endurbætur á þreksal íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar, Patreksfirði. Verðhugmyndir bárust frá tveimur aðilum.
    Bæjarráð felur forstm. tæknideildar að ganga til samninga við Vélaverkstæði Patreksfjarðar og S. Hermannsson.
    Vísað er í 1. tölul. fundargerðar 737. fundar bæjarráðs. Bæjarráð frestar gatnaframkvæmdum í Aðalstræti, Patreksfirði, en einungis eitt tilboð barst í framkvæmdina.

      Málsnúmer 1501037 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Tillögur R3 ráðgjöf ehf.

      Lagðar fram og ræddar tvær skýrslur frá R3 ráðgjöf ehf um stjórnsýslubreytingar í þjónustumiðstöðvum, höfnum og slökkviliði Vesturbyggðar.
      Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

        Málsnúmer 1504008 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sorpsamningur-viðauki

        Lagt fram umsögn Björns Jóhannessonar hrl. um drög að þróunarsamningi við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.
        Bæjarráð hafnar gerð þróunarsamnings við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.

          Málsnúmer 1504001 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsögn - Gististaður Sigtún 3

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 13. júlí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar hjá Bryggjunni Patreksfirði ehf vegna Sigtúns 3, Patreksfirði.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við rekstrarleyfið.

            Málsnúmer 1507021

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Húsnæðismál.

            Rætt um húsnæði bæjarskrifstofa Vesturbyggðar við Aðalstræti 63 og Aðalstræti 75 o.fl.

              Málsnúmer 1501061 7

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fjárhagsáætlun 2015 - viðaukar.

              Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015, viðauki 2, vegna 8,5 millj.kr. viðbótarframlags til reksturs Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
              Bæjarráð samþykkir viðaukann og heimilar lántöku til að mæta viðbótarframlaginu.

                Málsnúmer 1506004 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Aðalstræti 69 - umsókn um styrk

                Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 8. júlí sl. frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni H. Jónssyni með ósk um styrk sem nemur fasteignagjöldum 3ja ára til endurbóta á Aðalstræti 69, Patreksfirði, "Gamla spítalanum".
                Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fundi með bréfriturum.

                  Málsnúmer 1507018 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fasteignamat 2016

                  Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 24. júní sl. frá Þjóðskrá Íslands með upplýsingum um fasteignamat 2016. Fasteignamat í Vesturbyggð hækkar um 3,5% frá árinu 2015.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1507004

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fundargerðir til kynningar

                    9. SÍS fundargerð stjórnar nr. 829

                    Lögð fram fundar 829. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 3. júlí sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1507017

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00