Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #747

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. október 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. EFS - Innanríkisráðuneytið - Fjárhagsáætlun, viðaukar í samanb v/ Ársreiknings 2014

    Lagt fram bréf dags. 8. október sl. frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er upplýsinga vegna samanburðar á fjárhagsáætlun 2014 við niðurstöðu ársreiknings 2014.
    Bæjarráð felur skrifstofustjóra að svara erindinum.

      Málsnúmer 1510054

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Heilbst Patreksf. - Verðmat á skógi ofan við sjúkrahúsið Stekkum 1 á Patreksfirði

      Lagt fram bréf dags. 16. október sl. frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði með beiðni um verðmat á skógi ofan við sjúkrahúsið að Stekkum 1, Patreksfirði.
      Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að vinna að málinu.

        Málsnúmer 1510072

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skipulagsstofnun - Dýrfiskur hf og Fjarðarlax ehf. Eldi á allt að 19.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði - beiðni um umsögn

        Lagt fram bréf dags. 14. október sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar um frummatsskýrslu um sjókvíaeldi fyrirtækjanna Dýrfiskur hf og Fjarðalax ehf á allt að 19.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði.
        Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að hafa ber í huga samfélagsleg áhrif af slíkri uppbyggingu svo og mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.
        Bæjarráð vísar frummatsskýrslunni til atvinnu- og menningarráð til kynningar.

          Málsnúmer 1510074 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

          Lagt fram bréf dags. 20. október sl. frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Byggðakvótar sveitarfélagsins eru þessir: Brjánslækur 15 þorskígildistonn, Patreksfjörður 96 þorskígildistonn og Bíldudalur 126 þorskígildistonn.
          Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.

            Málsnúmer 1510082 6

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fjárhagsáætlun 2016

            Lagðar fram tillögur að gjaldskrám og sérgreind verkefni á fjárhagsárinu 2016.
            Mættur til viðræðna við bæjarráð Davíð Rúnar Gunnarsson til að ræða beiðnir slökkviliðs um sérgreind verkefni vegna fjárhagsáætlunar 2016.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1507059 13

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00