Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #752

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. desember 2015 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

    Lögð fram bréf dags. 20.október sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og svarbréf Vesturbyggðar dags. 10. nóvember sl. varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015-2016.
    Bæjarráð leggur til eftirfarandi breytingar á sérreglum fyrir úthlutun byggðakvóta á Bíldudal.

    1 gr. b. liður:

    b) Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1.des. 2015.

    4. gr.

    Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1.- 30. nóv. 2015.

    6. gr.

    Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.

      Málsnúmer 1510082 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárhagsstaða 2015.

      Lögð fram útkomuspá fyrir rekstur, fjárfestingar og lánveitingar á árinu 2015. Gert er ráð fyrir 1,7 millj.kr. jákvæðri niðurstöðu fyrir reksturinn samkvæmt spánni.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1504051 8

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjárhagsáætlun 2016

        Lagðar fram breytingartillögur við seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2016. Útgjöld aukast um 16,7 millj.kr. og tekjur á móti um 10,0 millj.kr. Niðurstaða úr rekstri verður jákvæð um 4,2 millj.kr.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1507059 13

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          4. SÍS fundargerð stjórnar 832. fundur

          Lögð fram fundargerð 832. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20. nóvember sl.
          Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1511062

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umhverfis-og samgöngunefnd beiðni um umsögn frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga og framlag úr Jöfnunarsjóði mál nr.263

            Lagt fram tölvubréf dags. 16. nóvember sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1511038

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00