Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #793

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. febrúar 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Skipulagsstofnun - framleiðsla á 4.000 tonnum. af laxi í Arnarfirði, beiðni um umsögn.

    Lagt fram bréf dags. 5. janúar sl. frá Skipulagsstofnun og skýrsla með matsáætlun um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði á vegum Arctic Sea Farm með ósk um umsögn.
    Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki efnislegar athugasemdir um matsáætlunina. Vesturbyggð minnir á mikilvægi þess að sveitarfélög hafi skipulagsvald yfir hafsvæði utan netalaga og áréttar mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.

      Málsnúmer 1701020

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Minjastofnun Íslands - skráning menningarminja, skil á gögnum.

      Lagt fram bréf dags. 10. janúar sl. frá Minjastofnun Íslands með beiðni um skil á gögnum vegna skráningar menningarminja sem orðið hafa til við skráningu eftir 1. janúar 2013.
      Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar.

        Málsnúmer 1701021

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Lionsklúbbur Patreksfjarðar - styrkumsókn.

        Lagt fram bréf dags. 25. janúar sl. frá Lionsklúbbi Patreksfjarðar með beiðni um styrk til greiðslu á leigu 90.500 kr. fyrir afnot af félagsheimili Patreksfjarðar vegna Kútmagakvölds 15. október 2016.
        Bæjarráð samþykkir styrkveitingu fyrir leigunni að upphæð 90.500 kr. sem bókist á 05089-9990.

          Málsnúmer 1701027

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Heilbrigðissvið HA, Akureyri - styrkumsókn.

          Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 21. janúar sl. frá starfshópi meistaranema og kennara á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri með beiðni um styrk vegna átaksverkefnisins „Einn blár strengur".
          Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

            Málsnúmer 1701025

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

            Lagt fram bréf dags. 19. janúar sl. frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með ósk um umsókn um nýja reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
            Bæjarráð vísar erindinu til slökkviliðsstjóra.

              Málsnúmer 1701026

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Markaðsstofan Vestfjarða - skipan fulltrúa í svæðisráð fyrir Vestfirði.

              Lagt fram bréf ódags. frá Markaðsstofu Vestfjarða með ósk um skipan fulltrúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í svæðisráði fyrir Vestfirði.
              Bæjarráð tilnefnir Gerði B. Sveinsdóttur í samráði við Tálknafjarðarhrepp fulltrúa sveitarfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum í svæðisráð fyrir Vestfirði.

                Málsnúmer 1701030 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða.

                Lögð fram greinargerð ódags. ásamt fylgiskjölum vegna umsóknar Vesturbyggðar um styrk í Fjarskiptasjóð vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt". Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
                Við úthlutun styrkja úr Fjarskiptasjóði á árinu 2017 kom ekkert framlag til Vesturbyggðar og einungis 30 millj.kr. til Vestfjarða af 450 millj.kr. heildarúthlutun.
                Bæjarráð felur Gerði B. Sveinsdóttur að vinna áfam að verkefninu.

                  Málsnúmer 1609031 5

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Þuríður Hjálmtýsdóttir - Dalbraut 14, vatnsflaumur.

                  Lagt fram minnisblað dags. 23. janúar sl. frá forstöðumanni tæknideildar með tillögu um að hemja vatnsflaum ofan Dalbrautar 14, Bíldudal. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár
                  Bæjarráð fellst á tillögu forstöðumanns tæknideildar.

                    Málsnúmer 1702005

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - áætlun um kurlað dekkjagúmmí á leik-og íþróttavöllum.

                    Lagt fram tölvubréf dags. 6. janúar sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á áætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að kurlað dekkjagúmmí verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum.
                    Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og æskulýðsráðs.

                      Málsnúmer 1701022 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20