Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #795

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. mars 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Fiskeldisnám og rannsóknir.

    Lagt fram minnisblað dags.2. mars sl. frá Smára Haraldssyni um nám í fiskeldi og fiskeldisrannsókunum í Vesturbyggð.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Smára Haraldsson sem verkefnastjóra til að kanna möguleika á að koma á fót námi í fiskeldi og fiskeldisrannsóknum á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarráð tilnefnir Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í sem fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfshóp um verkefnið.

      Málsnúmer 1703011 8

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Samband ísl. sveitarfélaga - landsþing 2017.

      Lagt fram bréf dags. 25. febrúar sl. með boð á XXXI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélag sem haldið verður í Reykjavík 24. mars nk.
      Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að sækja fundinn.

        Málsnúmer 1703003

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Eignarhaldsfélagið BÍ - umsóknir úr styrktarsjóði 2017.

        Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 23. febrúar sl. frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum úr styrktarsjóði 2017 vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga .
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1703002

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, - ósk ums umsögn vegna rekstrarleyfis, Aðalstræti 71.

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. febrúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Aðalstræti 71, Patreksfirði.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Aðalstræti 71 Patreksfirði, fastanr. 212-3719. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambæriliega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gistiheimilisins. Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfsemi gistiheimilisins við Aðalstræti 71.

            Málsnúmer 1702036 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

            Lagt fram kauptilboð í Stekka 21 frá Stekkabóli ehf.
            Bæjarstjóri falið að leggja fram gagntilboð.

              Málsnúmer 1701012 19

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skjaldborgarbíó - rekstrarsamningur.

              Lagt fram drög að samstarfssamningi á milli Lionsklúbbs Patreksfjarðar og Vesturbyggðar um rekstur Skjaldborgarbíós.
              Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara samningsdrögin og ganga til samninga við forsvarsmenn Lionsklúbbs Patreksfjarðar.

                Málsnúmer 1703012 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Samgöngumál á sunnanverðum Vestfjörðum.

                Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir boðuðum niðurskurði samgönguráðherra í vegagerð í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Vestfirðingar hafa um áratugaskeið barist fyrir bættum vegsamgöngum um sunnanverða Vestfirði og senda nú ákall til stjórnvalda um að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin hafa verið um framkvæmdir í Gufudalssveit. Það er algjört skilyrði að framkvæmdin verði boðin út um leið og framkvæmdaleyfi liggur fyrir.

                  Málsnúmer 1604038 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umhverfistofnun beiðni um tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp um friðlýsingu Látrabjargs

                  Lagt fram bréf dags. 27. febrúar sl. frá Umhverfisstofnun með ósk um tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp um friðlýsingu á Látrabjargi innan jarðarinnar Hvalllátra auk Bæjarbjargs.
                  Bæjarráð tilnefnir Friðbjörgu Matthíasdóttur, bæjarstjóra í samráðshópinn sem fulltrúa Vesturbyggðar.

                    Málsnúmer 1703018 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    9. Samband ísl. sveitarfélaga - 847. fundargerð stjórnar.

                    Lögð fram fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. febrúar 2017.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1703001

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55