Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #801

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. maí 2017 og hófst hann kl. 12:30

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar.

    Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 6,5 millj.kr. nettó vegna innviðauppbyggingar á Bíldudal, sölu fasteignarinnar Stekkar 21, framkvæmda við Aðalstræti 75 og breytingar á útistandandi skammtímakröfum. Viðaukinn hækkar handbært fé.
    Bæjarráð samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

      Málsnúmer 1703051 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

      Lögð fram tillaga dags. 16. maí 2017 frá félagsmálastjóra um laun og inntökuskilyrði fyrir unglinga í Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2017.
      Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra um launataxta og inntökuskilyrði fyrir unglinga í Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2017.
      Lagt fram bréf dags. 10. maí sl. frá Steindóri Sigurgeirssyni með umsókn um lóðina Vesturbotni lóð 1 (Stekkjareyri) landnr. 139934, lóðarnr. 00072001 vegna byggingar heilsárshúss.
      Bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að úthluta lóðinni.

        Málsnúmer 1701012 19

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Íþróttafulltrúi Vesturbyggðar og HHF - úttektarskýrsla.

        Lögð fram skýrslan „Úttekt á starfi íþróttafulltrúa og HHF“ ódags. frá Páli Vilhjálmssyni, íþróttafulltrúa á sunnanverðum Vestfjörðum.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1705050 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðurm - rekstrarleyfi fyrir Hótel Flókalund, beiðni um umsögn.

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 11. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististaðinn Hótel Flókalund samkvæmt gistiflokki IV í Vatnsfirði, Vesturbyggð.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rektrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki IV í Hótel Flókalundi, fastanr. 212-3016. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins.

            Málsnúmer 1705045

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - rekstrarleyfi fyrir gististað að Dalbraut 11, Bíldudal, beiðni um umsögn.

            Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Dalbraut 11, Bíldudal.
            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Dalbraut 11 Bíldudal, fastanr. 212-4828. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gistiheimilisins.
            Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfsemi gistiheimilisins að Dalbraut 11.

              Málsnúmer 1705046

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skjaldborg heimildarmyndahátíð - beiðni um styrk 2017.

              Lagt fram bréf dags. 29. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá undirbúningshópi Skjaldborgarheimildamyndahátíðar með beiðni um styrk árið 2017. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
              Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. styrkveitingu til undirbúningshóps Skjaldborgarhátíðarinnar og bókist styrkurinn á bókhaldsliðinn 05089-9990.

                Málsnúmer 1703056 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                13. Umhverfis- og umgengnismál í Vesturbyggð.

                Bæjarráð minnir á vorhreingerningardagana í maí þar sem íbúar eru hvattir til að taka þátt að huga að görðum og rusli í nærumhverfi sínu. Sömuleiðis hvetur Vesturbyggð fyrirtæki í sveitarfélaginu til að hreinsa rusl og taka til á lóðum og í umhverfi sínu. Vakin er athygli á að sveitarfélögum er heimilt að beita sektarákvæðum samkvæmt mannvirkjalögum gagnvart þeim aðilum sem ekki fara eftir ábendingum um hreinsun lóða sinna.

                  Málsnúmer 1705055

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  7. Náttúrustofa Vestfjarða - ársfundur 2017.

                  Lagt fram bréf dags. 12. maí sl. frá Náttúrustofu Vestfjarða með boð á ársfund stofunnar sem haldinn verður miðvikudaginn 31. maí 2017 að Aðalstræti 21, Bolungarvík og hefst fundurinn kl. 14:00.
                  Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að sækja ársfundinn.

                    Málsnúmer 1705053

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    8. Landskerfi bókasafna - aðalfundarboð 2017.

                    Lagt fram bréf dags. 2. maí sl. frá Landskerfi bókasafna hf með boð á aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 24. maí 2017 að Katrínartúni 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 14:00.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1705033

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      9. Héraðssambandið Hrafnarflóki - fundasrgerð héraðsþings 2017.

                      Lögð fram fundargerð héraðsþings Héraðssambandsins Hrafna-flóka, sem haldinn var á Bíldudal þann 18. apríl sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1705025 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        10. Þjóðskjalasafn Íslands - reglugerð um héraðsskjalasöfn, beiðni um umsögn.

                        Lagt fram tölvubréf dags. 8. maí sl. frá Þjóðskjalasafni Íslands með beiðni um umsögn um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
                        Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs.

                          Málsnúmer 1705052 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          11. Velferðarnefnd Alþingis - frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

                          Lagt fram tölvubréf dags. 3. maí sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1705028

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            12. Alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórnar.

                            Lagt fram tölvubréf dags. 5. maí sl. ásamt fylgiskjali frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál.
                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1705027

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00