Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar.
Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 10 millj.kr. vegna kaupa á fasteigninni Aðalstræti 105 „Hliðskjálf“, Patreksfirði. Viðaukinn lækkar handbært fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
2. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.
Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu fjóra mánuði ársins, janúar- apríl 2017.
Lagt fram til kynningar.
3. Fiskeldisnám og rannsóknir.
Lögð fram greinargerð Smára Haraldssonar dags. 9. júní sl. um „Fasa eitt“ er varðar eflingu kennslu og rannsóknir í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð samþykkir að fela Smára Haraldssyni að vinna „Fasa tvö“ samkvæmt verkáætlun í samningi aðila frá 4. apríl sl.
4. Bíldudalsskóli tilfærslur í skólahúsnæði
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslu- og skrifstofurýmis í Bíldudalsskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
5. Sigurpáll Hermannsson - húsagrunnur við Aðalstræti, Patreksfirði.
Lagt fram tölvubréf dags. 26. maí sl. frá Veðurstofunni ásamt fylgiskjölum með umsögn um umsókn Sigurpáls Hermannssonar og Ólafs Byrons um uppkaup á sn. „Efnalaugagrunni“ við Aðalstræti, Patreksfirði og um leyfi til að byggja íbúðarhús á grunninum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram með vísan í 15.gr. og 20.gr. reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða að ekki sé unnt að veita byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á umræddum grunni m.t.t. að fyrirhugað byggingarsvæði er á C-hættusvæði. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir við ofanflóðavarnir hefjast við Stekkagil, Urðir-Mýrar og Sigtún á Patreksfirði.
Bæjarráð hafnar umsókn um uppkaup á „Efnalaugagrunni“ við Aðalstræti, Patreksfirði í ljósi hættumats vegna ofanflóða og um nýtingu hættusvæða.
Til kynningar
6. Varasjóður húsnæðismála - staða á leiguíbúðamarkaði 2016.
Lagt fram tölvubréf dags. 29. maí sl. frá Varasjóði húsnæðimála ásamt skýrslunni „Könnun á leiguhúsnæði sveitarfélaga 2016“.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar ehf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05