Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #803

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar.

    Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 10 millj.kr. vegna kaupa á fasteigninni Aðalstræti 105 „Hliðskjálf“, Patreksfirði. Viðaukinn lækkar handbært fé.
    Bæjarráð samþykkir viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

      Málsnúmer 1703051 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

      Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu fjóra mánuði ársins, janúar- apríl 2017.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1701012 19

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fiskeldisnám og rannsóknir.

        Lögð fram greinargerð Smára Haraldssonar dags. 9. júní sl. um „Fasa eitt“ er varðar eflingu kennslu og rannsóknir í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum.
        Bæjarráð samþykkir að fela Smára Haraldssyni að vinna „Fasa tvö“ samkvæmt verkáætlun í samningi aðila frá 4. apríl sl.

          Málsnúmer 1703011 8

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bíldudalsskóli tilfærslur í skólahúsnæði

          Lögð fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslu- og skrifstofurýmis í Bíldudalsskóla.
          Bæjarráð vísar erindinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

            Málsnúmer 1705003 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Sigurpáll Hermannsson - húsagrunnur við Aðalstræti, Patreksfirði.

            Lagt fram tölvubréf dags. 26. maí sl. frá Veðurstofunni ásamt fylgiskjölum með umsögn um umsókn Sigurpáls Hermannssonar og Ólafs Byrons um uppkaup á sn. „Efnalaugagrunni“ við Aðalstræti, Patreksfirði og um leyfi til að byggja íbúðarhús á grunninum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram með vísan í 15.gr. og 20.gr. reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða að ekki sé unnt að veita byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á umræddum grunni m.t.t. að fyrirhugað byggingarsvæði er á C-hættusvæði. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir við ofanflóðavarnir hefjast við Stekkagil, Urðir-Mýrar og Sigtún á Patreksfirði.
            Bæjarráð hafnar umsókn um uppkaup á „Efnalaugagrunni“ við Aðalstræti, Patreksfirði í ljósi hættumats vegna ofanflóða og um nýtingu hættusvæða.

              Málsnúmer 1705037

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              6. Varasjóður húsnæðismála - staða á leiguíbúðamarkaði 2016.

              Lagt fram tölvubréf dags. 29. maí sl. frá Varasjóði húsnæðimála ásamt skýrslunni „Könnun á leiguhúsnæði sveitarfélaga 2016“.
              Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar ehf.

                Málsnúmer 1706002 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. NAVE fundargerð ársfundar 31.05.2017

                Lögð fram fundargerð ársfundar/eigendafundar aðildasveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða frá 31. maí 2017.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1706007

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05