Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #827

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. febrúar 2018 og hófst hann kl. 09:00

  Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

  Almenn erindi

  1. Bíldudalshöfn - uppbygging hafnarsvæðisins á Bíldudal.

  Mættir til viðræðna við bæjarráð forsvarsmenn Arnarlax; Guðmundur Valgeir Magnússon, Tryggvi Bjarnason og Kristian Matthíasson um rekstur fyrirtækisins og framtíðaráform þess.

   Málsnúmer 1712032 6

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - frumvarp að breytingum á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.

   Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 31. janúar sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu með beiðni um umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
   Bæjarráð felur bæjarstjóra að gefa umsögn um frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum.

    Málsnúmer 1801039

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Elva Björg Einarsdótir - Seftjörn, umsögn um landakaup.

    Lagt fram tölvubréf ásamt fylgigögnum dags. 25. janúar sl. frá Elvu Björgu Einarsdóttur vegna umsagnar á fyrirhugaðri sölu ríkisins á jörðinni Seftjörn, Barðaströnd til ábúanda, sbr. jarðalög nr. 81/2004.
    Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um kaup núverandi ábúanda á jörðinni Seftjörn, Barðaströnd.

     Málsnúmer 1711022 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Benedikt Ólafsson hrl. - hitavatnsréttindi á Krossholti.

     Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 24. janúar sl. frá Benedikt Ólafssyni hrl. f.h. umbjóðenda sinna með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna hitavatnsréttinda á Krossholti, Barðaströnd.
     Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

      Málsnúmer 1602016 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Styrkir til heilsuræktar starfsmanna Vesturbyggðar

      Rætt um styrki til heilsuræktar starfsmanna Vesturbyggðar.
      Bæjarráð samþykkir 20% afslátt af heilsárskorti í íþróttamiðstöðvum Vesturbyggðar fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.

       Málsnúmer 1801021

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       6. Sögufélag Barðastrandarsýslu - beiðni um styrk 2018.

       Lagt fram bréf dags. 29. janúar sl. frá Sögufélagi Barðastrandarsýslu með beiðni um styrk á árinu 2018 vegna útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu 2017.
       Bæjarráð samþykkir 120.000 kr. styrk sem bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

        Málsnúmer 1801042

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        7. Þjónustumiðstöð Kambi

        Rætt um þjónustumiðstöð á Kambi.
        Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

         Málsnúmer 1802001 3

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         8. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - samstarfssamningar sveitarfélaga.

         Lagt fram dreifibréf dags. 25. jan. sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu með beiðni um upplýsingar um starfstarfssamninga sveitarfélaga.
         Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

          Málsnúmer 1801037

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          9. Umboðsmaður Alþingis - álit vegna ferðaþjónustu fatlaðra.

          Lagt fram álit setts Umboðsmanns Alþingis dags. 29. desember 2017 sl.
          Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1801040 2

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           10. Verkís - hljóðvist í Patreksskóla.

           Lagt fram minnisblað dags. 28. janúar sl. frá Verkís hf um hljóðvist í matsal Patreksskóla ásamt kostnaðaráætlun framkvæmda.
           Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1801045 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            11. Byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum - fundargerðir stjórnar.

            Lagðar fram fundargerðir BsVest frá 20. desember 2017 og 18. janúar 2018.
            Lagt fram til kynningar.

             Málsnúmer 1801033

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:52