Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #828

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. febrúar 2018 og hófst hann kl. 09:00

  Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

  Almenn erindi

  1. Umhverfisstofnun - aðgangur að gögnum um urðun úrgangs.

  Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 1. febrúar sl. frá Umhverfisstofnun vegna beiðni um aðgang að upplýsingum er varðar heildarmagn urðaðs úrgangs vegna rannsóknarverkefnis Sambands ísl. sveitarfélaga, Sorpurðunar Vesturlands, EFLU verkfræðistofu og Danmarks Tekniske Universitet.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við aðgang þessara aðila að upplýsingunum.

   Málsnúmer 1802002

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Skipulagsstofnun - ofanflóðavarnir ofan Sigtúns og Hjalla á Patreksfirði.

   Lagt fram bréf dags. 26. janúar sl. frá Skipulagsstofnun varðandi ofanflóðavarnir ofan Sigtúns og Hjalla á Patreksfirði með beiðni um umsögn hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
   Bæjarráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.

    Málsnúmer 1802006

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Verkís - snjóflóðavarnir í Vesturbyggð, Sigtún og Hjallar á Patreksfirði.

    Lögð fram skýrsla frá Verkís hf „Snjóflóðavarnir í Vesturbyggð, Sigtún og Hjallar á Patreksfirði, frumathugun“, dags. í mars 2015 ásamt fylgiskjölum.
    Lagt fram til kynningar.

     Málsnúmer 1802005

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Umhverfisstofnun - undanþága frá afhendingu úrgangs vegna ferjunnar Baldurs.

     Lagt fram afrit bréfs dags. 30. janúar sl. frá Umhverfisstofnun til Sæferða, rekstraraðila Beiðafjarðarferjunnar Baldurs, þar sem tilkynnt er um undanþágu frá afhendingu úrgangs og skilum tilkynningar um úrgang og farmleifar ferjunnar Baldurs.
     Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1802007

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar.

      Rætt um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar um helgar á vetrum.
      Bæjarráð boðar forstöðumann Bröttuhlíðar á fund ráðsins til viðræðna um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar.

       Málsnúmer 1802012 4

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       6. Þjónustumiðstöð Kambi

       Rætt um nýbyggingu þjónustumiðstöðvar á Kambi.
       Bæjarráð óskar eftir áliti óháðs aðila um áhrif nýbyggingar þjónustumiðstöðvar á Kambi á fjárhag sveitarfélagsins m.t.t. 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

        Málsnúmer 1802001 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        7. Kvenfélagið Sif - umsókn um styrk 2018.

        Lagt fram bréf ódags. frá Kvenfélaginu Sif með beiðni um styrk í formi niðurfellingar húsaleigu í húsnæði félagsheimilisins á Patreksfirði vegna þorrablótshalds félagsins sem haldið var 20. janúar sl.
        Bæjarráð samþykkir erindið og bókist styrkurinn á bókhaldslykilinn 05089-9990.

         Málsnúmer 1802013

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         16. Umhverfistofnun - tilnefning fulltrúa í starfshóp um friðlýsingu Látrabjargs.

         Bæjarráð tilnefnir Ásthildi Sturludóttir, bæjarstjóra sem fulltrúa Vesturbyggðar í starfshóp um friðlýsingu Látrabjargs í stað Friðbjargar Matthíasdóttur, sem gengdi starfi bæjarstjóra í fæðingarorlofi ráðins bæjarstjóra.

          Málsnúmer 1703018 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          8. Verkís - hljóðvist í Patreksskóla.

          Lagt fram minnisblað dags. 28. janúar sl. frá Verkís hf um hljóðvist í matsal Patreksskóla ásamt kostnaðaráætlun framkvæmda.
          Rætt um erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

           Málsnúmer 1801045 2

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           9. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerð 107. fundar stjórnar.

           Lögð fram fundargerð 107. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 29. janúar sl.
           Lagt fram til kynningar

            Málsnúmer 1802008

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            10. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks - fundargerð stjórnar.

            Lögð fram fundargerð stjórnar BsVest frá 7. febrúar 2018.
            Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fund framkvæmdastjóra/oddvita aðildarsveitarfélaga BsVest sem haldinn verður í Reykjavík þriðjudaginn 27. febrúar nk.

             Málsnúmer 1802015

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             11. Náttúrustofa Vestfjarða - ofanflóðavarnir fyrir ofan Sigtún og Hjalla,Patreksfirði.

             Lagt fram bréf dags. 28. ágúst 2017 ásamt skýrslunni „Ofanflóðavarnir ofan Sigtúns og Hjalla á Patreksfirði í Vesturbyggð ? kynning á framkvæmdinni“ frá Náttúrustofu Vestfjarða.
             Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1802009

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              12. Allsherjar- og menntamálasvið Alþingis - frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

              Lagt fram tölvubréf dags. 14. febrúar sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál.
              Lagt fram til kynningar.

               Málsnúmer 1802020

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               13. Allsherjar- og menntamálasvið Alþingis - frumvarp til laga um ættleiðingar.

               Lagt fram tölvubréf dags. 13. febrúar sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp um ættleiðingar, (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál.
               Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1802019

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                14. Allsherjar- og menntamálasvið Alþingis - frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög.

                Lagt fram tölvubréf dags. 13. febrúar sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög, (ríkisfangsleysi), 133. mál.
                Lagt fram til kynningar.

                 Málsnúmer 1802018

                 Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                 15. Allherjar- og menntamálasvið Alþingis - frumvarp til laga um útlendinga.

                 Lagt fram tölvubréf dags. 13. febrúar sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp um útlendinga, (fylgdarlaus börn), 42. mál.
                 Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1802017

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00