Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #833

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. apríl 2018 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Ársreikningur 2017.

    Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.
    Bæjarráð vísar ársreikningi 2017 til seinni umræðu í bæjarstjórn sem verður mánudaginn 30. apríl.

      Málsnúmer 1804003 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjárhagsáæltun 2017 - viðaukar.

      Lagðir fram viðaukar 1, 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2017. Viðauki 1 er fyrir 167 millj.kr. lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppgreiðslu á viðbótarlífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Viðauki 2 er fyrir kaupum á bifreið fyrir Þjónustumiðstöðina á Patreksfirði, 2,5 millj.kr. og viðauki 3 er fyrir kaupum á hafnarkrana fyrir hafnir Vesturbyggðar, 4,8 millj.kr. Viðaukar 2 og 3 eru fjármagnaðir með handbæru fé.
      Bæjarráð samþykkir viðauka 1, 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2017.

        Málsnúmer 1804039 8

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Slökkviliðsstjóri - ný slökkvibifreið.

        Lagt fram minnisblað ásamt fylgigögnum dags. í apríl 2018 frá slökkviliðsstjóra um tilboð og kaup á nýrri slökkvibifreið.
        Bæjarráð felur bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu.

          Málsnúmer 1804037

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Kolofon ehf. - byggðarmerki og skráning.

          Lagt fram bréf dags. 26. apríl sl. frá hönnunarstofunni Kolofon ehf um byggðamerki Vesturbyggðar.
          Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta skrá byggðamerki Vesturbyggðar hjá Einkaleyfisstofu.

            Málsnúmer 1804038 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umhverfisstofnun - skráningar á urðunarstöðum Vesturbyggðar.

            Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 12. apríl sl. frá skákfélaginu Hróknum með beiðni um styrk fyrir starfsemi félagsins.
            Bæjarráð samþykkir að gerast bronsbakhjarl Hróksins og bókist styrkurinn á bókhaldsliðinn 05089-9990.

              Málsnúmer 1804036

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skákfélagið Hrókurinn - styrkbeiðni.

              Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 23. apríl sl. frá Vestfjarðavíkingnum með beiðni um styrk fyrir verkefnið Vestfjarðavíkingurinn 2018.
              Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 50.000 kr. sem bókist á bókhaldsliðnn 05089-9990.

                Málsnúmer 1804031

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Vestfjarðavíkingurinn - styrkbeiðni fyrir Vestfjarðavíkinginn 2018.

                Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 23. apríl sl. frá Vestfjarðavíkingnum með beiðni um styrk fyrir verkefnið Vestfjarðavíkingurinn 2018.
                Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 50.000 kr. sem bókist á bókhaldsliðnn 05089-9990.

                  Málsnúmer 1804030

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.

                  Lagt fram minnisblað ódags. frá Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar, um tjaldsvæðið á Patreksfirði, „Rekstrartillaga, umsjón tjaldsvæðisins“. Gerður B. Sveinsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
                  Bæjarráð samþykkir að gera tímabundinn samning við verktaka til eins árs og felur Gerði B. Sveinsdóttur að gera drög að samningi.
                  Rætt um grenjavinnslu sumarið 2018 í Vesturbyggð.
                  Bæjarráð samþykkir að auglýsa grenjavinnslu í Vesturbyggð vegna sumarsins 2018.
                  Lögð fram stefna Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga í fiskeldi ásamt fylgiskjölum.
                  Lagt fram til kynningar.
                  Bæjarstjóri upplýsti að undirbúningur er hafinn við hönnun og framkvæmd við vaðlaug við íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal.

                    Málsnúmer 1804001 10

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks - uppgjör ársins 2017 og skipulagsbreytingar.

                    Lagt fram bréf dags. 20. apríl sl. ásamt fylgiskjölum frá Bs Vest um málefni fatlaðs fólks með upplýsingum um skipulagsbreytingar innan skrifstofu BsVest og um uppgjör ársins 2017.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1804029

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Aðalstræti 4, þjónustuhús og íbúðir aldraðra - nýbygging.

                      Lagðar fram teikningar að þjónustuhúsi og íbúðum aldraða að Aðalstræti 4 Patreksfirði, „Kambur“.
                      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

                        Málsnúmer 1804034 5

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Til kynningar

                        11. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.).

                        Lagt fram tölvubréf dags. 20. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Aþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1804028

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

                          Lagt fram tölvubréf dags. 20. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Aþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1804027 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - þingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.

                            Lagt fram tölvubréf dags. 20. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Aþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029, 479. mál.
                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1804026

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - framvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.

                              Lagt fram tölvubréf dags. 20. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Aþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl., 454. mál.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1804025

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun 2081-2024.

                                Lagt fram tölvubréf dags. 20. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Aþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um stefnumarkandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál.
                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1804024

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15