Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #834

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. maí 2018 og hófst hann kl. 10:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.

Lagt fram minnisblað „Blue Line Project“ samstarfsverkefni Vesturbyggðar, Arnarlax, Fjölbrautarskóla Snæfellinga og Hilling Management, ódags. um námsbraut í fiskeldi við Fjölbrautarskóla Snæfellinga.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og óskar eftir fundi með Ann Cecilie Hilling, verkefnastjóra verkefnisins.
Lögð fram tillaga að launatöxtum fyrir Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu að launatöxtum fyrir Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2018.
Lagt fram drög að leigusamningi um tjaldsvæðið á Patreksfirði. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar og Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri sátu fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð samþykkir drög að leigusamningi um tjaldsvæðið á Patreksfirði og felur verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar að afgreiða málið.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.

Lagður fram viðauki 4 að upphæð 4,5 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2018 vegna sérstakra viðhaldsverkefna á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. Viðaukinn er fjármagnaður með handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2018.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Sjómannadagurinn á Patreksfirði - styrkbeiðni.

Lagt fram tölvubréf dags. 2. maí sl. frá Sjómannadagsráði Patreksfjarðar með beiðni um styrk vegna Sjómannadagsins á Patreksfirði 2018.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 80.000 kr., greiðslu á leigu fyrir salerni og aðstoð frá þjónustumiðstöðinni á Patreksfirði. Styrkurinn bókist á bókhaldsliðinn 05089-9990.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skjaldborgarhátíð 2018 - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf dags. 29. apríl sl. frá forsvarsmönnum Skjaldborgarhátíðar, hátíð íslenskra heimildamynda, með beiðni um styrk fyrir hátíðina sem haldin verður dagana 18.-21. maí nk.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 300.000 kr. sem bókist á bókhaldsliðinn 05089-9990.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vesturbyggð - framlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

Lögð fram beiðni frá Nýrri-Sýn framboði til sveitarstjórnarkosninga í Vesturbyggð um niðurfellingu á húsaleigu í félagsheimilinu á Patreksfirði vegna fundarhalda.
Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 50.000 kr. vegna greiðslu á húsaleigu og bókist styrkurinn á bókhaldsliðinn 05089-9990 og bendir jafnframt á að félagsheimilið sé kjörstaður.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Samningur um sorphirðu

Lagt fram yfirlit um sorphirðu í Vesturbyggð árin 2012-2017 ásamt fylgiskjölum.
Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf, nú Gámaþjónustan ehf. Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja fram áherslur í sorpmálum sveitarfélagsins þar sem m.a. verði tekið til aukin flokkun úrgangs og auðveldara aðgengi til flokkunar, m.a. í dreifbýli. Ennfremur verði útbúið sorpmóttökusvæði á nýja iðnaðarsvæðinu á Bíldudal. Í framhaldi af nýjum áherslum í sorphirðu í sveitarfélaginu verði sorphirða boðin út frá og með frá næstu áramótum.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 4. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka veitingarstað í Skjaldborgarbíó, Patreksfirði samkvæmt veitingarflokki II.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka veitingarstað samkvæmt veitingarflokki II í Skjaldborgarbíói, fastanr. 212-3657. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 4. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististað (gistiskála) í Birkimelsskóla, Barðaströnd samkvæmt flokki II.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka gististað (gistiskála) samkvæmt flokki II í Birkimelsskóla, fastanr. 224-1353. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Samband íslenskra sveitarfélaga - skyldur sveitafélagsins vegna akstursþjónustu.

Lagt fram bréf dags. 20. apríl sl. frá Málflutningsstofu Reykjavíkur f.h. umbjóðenda sinna með kröfu um greiðslu fyrir akstur með Sigríði Guðbjartsdóttur frá Láganúpi á árunum 2012-2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska umsagnar hjá lögmönnum Sambands ísl. sveitarfélaga um erindið.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Vesturbyggð - aðalskipulag 2018-2030.

Bæjarráð beinir þeim tilmælum að við gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins 2018-2030 að tekið verði tillit til samgangna milli byggðakjarna með gerð jarðganga undir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

10. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð stjórnar nr. 859.

Lögð fram fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga haldinn 27. apríl 2018.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Breiðafjarðarnefnd - framkvæmdaáætlun fyrir verndaráætlun fyrir Breiðafjörð.

Lagt fram tölvubréf dags. 2. maí sl. með tilkynningu um framkæmdaáætlun fyrir Breiðafjörð 2018-2021 vegna verndarsvæðis Breiðafjarðar.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Lagt fram bréf bæjarstjóra dags. 4. maí sl. með umsögn Vesturbyggðar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00