Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #870

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. maí 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) ritari
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2019.

Gerður Björk Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Lögð var fram verkefnatillaga frá KPMG. Tillagan felur í sér yfirferð á núverandi stöðu Vesturbyggðar og áætlun sveitarfélagsins til næstu 4 ára. Samanburð við önnur sveitarfélög og aðstoð við að móta heildarsýn um framtíð sveitafélagsins í fjármálum til næstu ára. Kostnaður við verkefnið er frá 2,7 milljónum - 3,2 milljónum. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar Vesturbyggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við KPMG á grundvelli verkefnatillögunnar.
Verkefnið er liður í því að bregðast við neikvæðri rekstrarniðurstöðu ársins 2018.

    Málsnúmer 1903162 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2020

    Umræður um gjaldskrár Vesturbyggðar 2020, vísað til nefnda og sviða Vesturbyggðar til umsagnar. Farið yfir helstu þætti ramma og forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
    Drög að fjárfestingaáætlun Vesturbyggðar fyrir 2020-2023 verði unnin samhliða úttekt á rekstri Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 1904046 18

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Sláttur og hirðing 2019-2021. Útboð Patreksfirði.

      Lögð fram útboðsgögn dags. 24. apríl 2019 í slátt og hirðingu á Patreksfirði 2019. Eitt tilboð barst í verkið upp á tæpar 7,3 milljónir króna. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda kom inn á fundinn og fór yfir tilboðið og bar saman við kostnaðaráætlun.

      Bæjarráð hafnar tilboðinu en leggur til að leitað verði samninga við tilboðsgjafa um verkið.

        Málsnúmer 1905026

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Styrkumsókn - Bíldudals grænar 2019

        Lagt fyrir erindi dags. 29. apríl sl. frá undirbúningsnefnd Bíldudals Grænna þar sem óskað er eftir styrk ofl. vegna bæjarhátíðarinnar Bíldudals grænar árið 2019.
        Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við Bíldudals Grænar á grundvelli umræðna á fundinum.

          Málsnúmer 1904094

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Ósk um styrk - Skógrætarfélag Patreksfjarðar

          Lögð fyrir styrkbeiðni dags. 13. febrúar sl. frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar þar sem félagið óskar eftir fjárstuðningi til félagsins. Vesturbyggð hefur styrkt Skógræktarfélag Íslands um 700.000 þúsund á ári undanfarin ár vegna verkefnis sem unnið er í samvinnu við Skógræktina á Bíldudal og Skógræktina á Patreksfirði.
          Bæjarráð Vesturbyggðar felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara á grundvelli umræðna á fundinum.

            Málsnúmer 1903294

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Leikskólamál. Bréf frá foreldrum á Barðaströnd

            Lagt fyrir erindi dags. 12. maí 2019 frá foreldrum og forráðamönnum barna sem búa á Barðaströnd, þar sem þess er óskað að Vesturbyggð stofni og sjái um rekstur leikskólasels í Birkimel.

            Bæjarráð telur að ekki sé unnt að opna leikskólasel á Barðaströnd og ítrekar fyrri bókun þar sem fram kemur að auglýst verði eftir dagforeldri á Barðaströnd.

              Málsnúmer 1903224 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða

              Lagður fyrir tölvupóstur forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða dags. 30. apríl 2019 þar sem óskað er eftir skipun fulltrúa frá stofnaðilum ásamt varamanni.

              Bæjarráð skipar Rebekku Hilmarsdóttur aðalmann og Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur varamann og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

                Málsnúmer 1905010

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Vesturbyggð, lóðir í þéttbýli.

                Tekið fyrir erindi Vesturbyggð, lóðir í þéttbýli þar sem skipulags og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulag íbúabyggðar við Lönguhlíð á Bíldudal verði klárað en enn vantar að láta vinna fornleifaskráningu fyrir svæðið svo að hægt sé að auglýsa skipulagið.
                Bæjarstjórn samþykkt tillöguna og vísaði henni til bæjarráðs til gerðar viðauka. Kostnaðurinn við vinnuna er áætlaður 450.000 og rúmast innan fjárhagsáætlunar og er því ekki þörf á gerð viðauka.

                  Málsnúmer 1904062 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  9. Ósk um samstarf fyrir umhverfisvænni rekstur

                  Lagt fyrir til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 7. maí 2019 þar sem þar sem vakin er athygli á aðgerðum úr verkefninu græn skref.

                    Málsnúmer 1905016

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Upplýsingapóstur vegna laga um opinber innkaup og breytinga er varðar sveitarfélög

                    Lagt fram til kynningar bréf Sigurðar H. Helgasonar og Guðrúnar Birnu Finnsdóttur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis, dagsett 3. maí sl., með upplýsingum vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög.
                    Unnið er að uppfærslu á innkaupareglum Vesturbyggðar.

                      Málsnúmer 1905015

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Fundargerð nr. 120 NAVE - Náttúrustofa Vestfjarða

                      Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 120 NAVE - Náttúrustofa Vestfjarða.

                        Málsnúmer 1905011

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:28