Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. desember 2019 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Magnús Jónsson (MJ) varamaður
- Jón Árnason (JÁ) varamaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2020
Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2020 og 3 ára áætlun 2021-2023.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 ásamt 3 ára áætlun 2021-2023 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 11. desember nk.
2. Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár Vesturbyggðar
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.
3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar
Lögð er fyrir tillaga að viðauka 7 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmda sem að ekki verða kláraðar á árinu 2019 en gert var ráð fyrir í áætlunum.
Jafnframt er gerð leiðrétting á fjárfestingu í hafnarsjóði Vegna rangrar framsetningar í fjárhagsáætlunar 2019
Fjárfesting við Bíldudalshöfn sem færist yfir á næsta ár eru 58 milljónir þar af er hlutur Vesturbyggðar 14 milljónir. Jafnframt er leiðrétt fyrir rangri framsetningu í áætlun 2019 þar sem heildar kostnaður við framkvæmdina var settur fram með virðisaukaskatti og framlag sveitarfélagsins of hátt sem nam skattinum um 32,4 milljónir. Lántaka í hafnarsjóði er lækkuð um 6 milljónir og handbært fé hækkað um 40,55 milljónir.
Fjárfestingar í eignarsjóði um 15,5 milljónir er lækkuð vegna framkvæmda við götur, gangstéttar, kantsteina bæði á Patreksfirði og á Bíldudal, framkvæmda við Vatneyrarbúð, brunavarnarkerfi við Patreksskóla og Bíldudalsskóla sem ekki næst að fullu að setja upp, efniskaup vegna uppsetningu Varmadælu við Patreksskóla lækkaður ásamt því að verkefnin við lagningu ljósleiðara í Arnarfirði að fjárhæð 11,6 milljónir sem samþykkt var í viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019 frestast.
Lántaka í eignarsjóði er lækkuð um 19 milljónir ásamt tilfærslu fjármuna vegna frammúrkeyrslu við framkvæmdir við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal að fjárhæð 6,4 sem kynnt var á 871. fundi bæjarráðs. Handbært fé hækkar um 1,7 milljón.
Framkvæmdir við Vatnsveitu eru lækkaðar um 7,0 milljónir þar sem ekki næst að klára að setja upp lokuhús á Bíldudal líkt og áætlað var, lántaka í eignasjóði er lækkuð á móti.
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A og B hluta en hækkar handbært fé um 40,55 milljónir.
Bæjarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
4. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030
Tekin fyrir tillaga sem lögð var fyir á síðasta bæjastjórnarfundi Vesturbyggðar þar sem lagt var til að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur til að vinna að gerð aðalskipulags. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna og fól bæjarráði að skipa í hópinn.
Bæjarráða skipar Friðbjörgu Matthíasdóttur, Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur og Jóhann Pétur Ágústsson í hópinn.
5. Skógræktarfélag íslands - styrkur vegna sjálfboðaliða 2019
Tekin fyrir styrkbeiðni skógræktarfélags Íslands vegna sjálfboðaliða sem unnu á Bíldudal í sumar.
Bæjarráð samþykkir að greiða reikninginn en felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn skógræktarfélagana á svæðinu með áframhaldandi fyrirkomulag á styrkveitingum til skógræktarinnar.
6. Áreiðanleikakönnun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Lagt fyir erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 21. október 2019, þar sem óskað er efir afriti af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum fyrir alla kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, bæjarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir sveitarfélagið.
Að auki óskar Lánasjóðurinn eftir staðfestingu á að viðkpmandi aðilar séu réttilega að prókúr eða heimild komnir, t.d með afriti af undirritaðir fundargerð bæjarstjórnar.
Bæjarstjóra falið að afla gagna og senda á Lánasjóð sveitarfélaga.
7. Mál nr. 266, Lyfjalög (lauasölulyf)
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 18. nóvember 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf).
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar breytingunni og felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Til kynningar
8. Fundargerð nr. 126 stjórnar NAVE
9. Þinggerð 4. haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga
Lögð fram til kynningar þinggerð 4. haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var á Hólmavík 25. og 26. október síðastliðinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45