Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #903

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. september 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2020

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu rekstrar fyrir tímabilið janúar til júlí. Verulegur samdráttur er í tekjum og eru þær um 79 milljónir undir áætlun fyrir tímabilið. Mestu munar þar um samdrátt í tekjum Jöfnunarsjóðs sem eru 27 milljónum undir áætlun og útsvars sem er 24 milljónum undir áætlun. Jafnframt er nokkur lækkkun á þjónustutekjum.

Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 896. fundi sínum þar sem bent er á mikilvægi framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga og mikilvægi þess að þau séu ekki skert. Sveitarfélagið reiðir sig á framlög Jöfnunarsjóðs til að geta staðið undir lögbundnum verkefnum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sala eigna 2020

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna sölu eigna í eigu Vesturbyggðar. Samtals eru 12 eignir seldar eða í söluferli. Í minnisblaðinu er mælt með því að Urðargata 23 á Pateksfirði verði tekin úr sölu.

Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir því við sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs að lögð verði fyrir áætlun um kostnað við viðgerðir á húsnæðinu. Unnin verði viðauki sem lagður verði fyrir bæjarráð.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Upplýsingar um alla samninga sveitarfélaga vegna samstarfs við önnur sveitarfélög

Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 24. ágúst 2020, vegna frumkvæðisathugunar á samstarfssamningum sveitarfélaga, þar sem gerðar eru athugasemdir við samning sveitarfélaganna á Vestfjörðum um stafrækslu Byggðasamlags Vestfjarða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Skólavist á milli sveitarfélaga - samkomulag

Lagt fram samkomulag um skólavist milli sveitarfélaga á milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps. Samráðsnefnd sveitarfélaganna fjallaði um samkomulagið á 55. fundi sínum 3. september sl.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar samkomulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fyrirspurn. Mögulegt urðunarsvæði.

Lagt fram erindi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., dags. 8. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir urðunarsvæði fyrir sand, möl og kalkþörungaduft. Í erindinu er óskað eftir því að fá að nýta eldra efnistökusvæði ofan við Völuvöll á Bíldudal til urðunar og gengið verði frá svæðinu með mold og sáningu, fáist heimild til urðunar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti áformin fyrir sitt leyti á 69. fundi ráðsins en bendir á að landmótunin er framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á 891. fundi sínum 25. febrúar sl. og fól Hafnarstjóra að ræða við félagið um aðrar mögulegar lausnir.

Niðurstaða þess var að ekki var annar staður hentugur til urðunar í landi sveitarfélagsins en sá sem óskað er eftir í erindinu. Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir bókum skipulags og umhverfisráðs og heimilar Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. að urða efnið ofan við Völuvöll.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Héraðsskjalasafn fyrir Barðastrandarsýslur - fyrirspurn

Lögð fram til kynningar fyrirspurn um héraðsskjalasafn fyrir Barðastrandarsýslur dags. 27. ágúst 2020.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í Menningar- og ferðamálaráði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Refasamningur Vesturbyggð

Lagður fram tölvupóstur umhverfisstofnunar dags. 20. maí 2020 ásamt fylgiskjölum vegna refaveiði 2020-2022. Einnig er lögð fram til kynningar áætlun Vesturbyggðar vegna refaveiði árin 2020-2022.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skógræktarfélög í Vesturbyggð - samningar um styrki

Á 886. fundi bæjarráðs 3. desember 2019 var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn skógræktarfélaganna um áframhaldandi fyrirkomulag á styrkveitingum til skógræktar í Vesturbyggð. Niðurstaða þess samtals eru samningar við Skógrætkarfélag Bíldudals og Skógræktarfélag Patreksfjarðar. Samkvæmt samningunum veitir Vesturbyggð hvoru félagi fyrir sig styrk að fjárhæð 350.000 kr. á ári.

Bæjarráð staðfestir samningana fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Nýtt fiskveiðiár 2020-2021 úthlutað aflamark

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Fiskistofu dags. 31. ágúst 2020 þar sem tilkynnt er um úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 hefjist 1. september 2020.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fundargerð nr. 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Upplýsingabeiðni um fjarskiptainnviði

Lagt fram til kynningar erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 13.08.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjarskiptainnviði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Handhafabreyting starfsleyfis Arnarlax ehf

Lögð fram til kynningar handhafbreyting starfsleyfis fyrir rekstur fiskeldis dags. 21.ágúst 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Ársskýrsla 2019, greining á opinberu eftirliti og fundargerð 129. fundar heilbrigðisnefndar

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða ásamt fundargerð 129. fundar heilbrigðisnefndar og greining á opinberu eftirliti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25