Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #916

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. mars 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Ósk um umsögn vegna gistileyfi, Hagi 2, 451 Patreksfirði

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 21. febrúar 2021 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um gististað í flokki 2 (gististaður án veitinga) að Haga, 451 Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra umhverfisþjónustu hf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins.

  Málsnúmer 2102077

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Viðauki við innviðagreiningu Vesturbyggðar

  Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna kostnaðar vegna viðauka við innviðagreiningu Vesturbyggðar frá 2019. Áætlaður kostnaður er um 1,5 m. kr.

  Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóra sé falið að vinna að málinu áfram og vísar því til gerðar viðauka.

   Málsnúmer 2103011 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Sameining sveitarfélaga - könnun á hagkvæmni

   Lögð fram tilboð vegna greiningar á hagkvæmni sameiningu sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum. Óskað var tilboða frá þremur aðilum og skiluðu tveir aðilar tilboðum í verkið, annars vegar KPMG og RR ráðgjöf. Einnig lagt fram bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlag vegna greiningarinnar.

   Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði RR ráðgjöf að fjárhæð 2,4 m. kr. og vísar því til gerðar viðauka.

    Málsnúmer 2101008 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

    Lagður fyrir viðauki 1. við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði bæjarstjóra. Um er að ræða viðauka vegna tveggja verkefna að beiðni bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Annars vegar vegna viðauka við innviðagreiningu Vesturbyggðar frá 2019, þar sem áætlaður kostnaður er 1,5 m. kr. Kostnaðinum verður mætt með handbærufé í B hluta. Hins vegar vegna könnunar og greiningu á hagkvæmni sameininga sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum, þar er áætlaður kostnaður 2,4 m. kr. og verður kostnaðinum mætt með framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

    Rekstrarkostnaður í A og B hluta eykst um 1,5 m. kr. og fer rekstrartap A og B hluta úr 29,5 m. kr. í 31 m. kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A hluta.

    Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

     Málsnúmer 2103010 15

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

     Bæjarstjóri fór yfir drög að frumathugun fyrir hjúkrunarrými við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

     Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram.

      Málsnúmer 2004011 16

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      6. Mál nr. 188 um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur). Ósk um umsögn

      Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 22. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög(kosningaaldur), 188. mál.

       Málsnúmer 2102065 3

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Mál nr. 141 um grunnskóla, nr. 91-2008 (kristinfræðikennsla). Ósk um umsögn

       Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 23. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögumum grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).141. mál.

        Málsnúmer 2102070

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Mál nr. 140 um matvæli (sýklalyfjanotkun). Ósk um umsögn

        Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 23. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140.mál.

         Málsnúmer 2102073

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Mál nr. 452 um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð). Ósk um umsögn

         Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 24. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

          Málsnúmer 2102074

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Mál nr. 272 um breytingu á lögum um kostningar til sveitastjórna ( kostningaaldur)

          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 2. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

           Málsnúmer 2103001

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Mál nr. 259 um hagkvæmniathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Ósk um umsögn.

           Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 2. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 259. mál.

            Málsnúmer 2103004

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Mál nr. 562 um hollustuhætti og mengunarvarnir ( menntun og eftirlit) Ósk um umsögn

            Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 4. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

             Málsnúmer 2103015

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             13. Fundargerð nr. 895 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

             Lögð fram til kynningar fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

              Málsnúmer 2103006

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021

              Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Breiðafjarðanefndar nr. 186 og 187.

               Málsnúmer 2103012 7

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25