Fundur haldinn í fjarfundi, 8. febrúar 2022 og hófst hann kl. 17:20
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Leikskólinn Araklettur - húsnæði
Leikskólastjóri Arakletti og sviðsstjóri fjölskyldusviðs komu inn á fundinn. Rætt var um fjölgun barna á leikskólaaldri á Patreksfirði, biðlista og einnig rýmisþörf vegna starfsemi leikskólans til framtíðar.
Til kynningar
3. Húsnæðissjálfseigarstofnun á landsbyggðinni
Lagt fram til kynningar erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 31. janúar 2022 þar sem boðað er til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem stuðli að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
4. Mál nr. 20 um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, ósk um umsögn
Lögð fram til kynningar beiðni allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 25. janúar 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
5. Mál nr. 12 um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, ósk um umsögn
Lögð fram til kynningar beiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dags. 26. janúar 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
6. Leiksvæði og leiktæki í Vesturbyggð
Lagðar fram til kynningar niðurstöður aðalskoðunar leiksvæða á vegum Vesturbyggðar í samræmi við reglugerð um öryggi leikvallatækja og svæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002.
7. Stjórnunar og verndaráætlun Látrabjarg
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar samstarfshóps vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg.
8. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2021
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu af 37.-42. fundi stjórnarinnar ásamt starfsáætlun Vestfjarðastofu 2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40